Innlent

Barnavernd skoði mál piltanna þriggja sem réðust á litla drenginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margrét María Sigurðardóttir er umboðsmaður barna.
Margrét María Sigurðardóttir er umboðsmaður barna.
„Við erum búin að vera að ræða þetta hér," segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, um mál piltanna þriggja sem réðust á sex ára gamlan dreng um helgina og beinbrutu hann. Piltarnir eru tólf til þrettán ára gamlir en þeir viltu ná í bolta sem litli drengurinn var með.

„Þetta er fyrst og fremst barnaverndamál," segir Margrét María og bætir því við að ef börnin séu búsett í Reykjavík þá heyri það undir barnavernd Reykjavíkur. „Það má ekki gleyma því í þessu máli að þetta eru allt börn, og þá er ég nú ekki að gera lítið úr verknaðinum," segir Margrét María.

Margrét María segist einungis hafa lesið fréttir af málinu í fjölmiðlum. Ekki náðist tal af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, forstöðumanni barnaverndar Reykjavíkur, við vinnslu þessarar fréttar.


Tengdar fréttir

Þriggja pilta leitað eftir hrottalega árás á barn

"Þetta var alveg hræðilegt. Þegar ég kom á svæðið liggur drengurinn blóðugur á jörðinni og þeir hlupu í burtu," segir Þórarinn Engilbertsson knattspyrnuþjálfari. Hann varð vitni að fólskulegri árás fjögurra 12 til 13 ára pilta á sex ára dreng.

Foreldrar reyna að ná sáttum í fólskulegu líkamsárásarmáli

Unnið er að því að finna lausn á alvarlegu líkamsárásarmáli á milli foreldra barna sem í hlut eiga, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að fjórir 12- 13 ára piltar hafi gengið í skrokk á sex ára dreng um helgina, með þeim afleiðingum að hann handleggs- og kinnbeinsbrotnaði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi hefur málið ekki borist embættinu enn þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×