Innlent

Þriggja pilta leitað eftir hrottalega árás á barn

Myndin, sem er sviðsett, er af dreng á svipuðum aldri og drengurinn sem ráðist var á. Nordicphotos/Getty
Myndin, sem er sviðsett, er af dreng á svipuðum aldri og drengurinn sem ráðist var á. Nordicphotos/Getty
"Þetta var alveg hræðilegt. Þegar ég kom á svæðið liggur drengurinn blóðugur á jörðinni og þeir hlupu í burtu," segir Þórarinn Engilbertsson knattspyrnuþjálfari. Hann varð vitni að fólskulegri árás fjögurra 12 til 13 ára pilta á sex ára dreng.

"Ég náði að hlaupa einn þeirra uppi og í ljós kom að þeir vildu eignast bolta sem drengurinn átti."

Þórarinn segir piltinn hafa verið lafhræddan þegar hann náði honum. Foreldrar hans hafa verið látnir vita af atvikinu, en piltarnir voru allsgáðir við verknaðinn.

Við skoðun á spítala kom í ljós að drengurinn var bæði handleggs- og kinnbeinsbrotinn. Þórarinn ræddi við foreldra hans og segist búast við að þeir ætli lengra með málið. Vitað er hver einn árásardrengjanna er og hinna er leitað.

Þórarinn var í heimsókn hjá móður sinni í Bökkunum þegar hann heyrði sáran grát berast frá fótboltavelli í grenndinni. Piltarnir fjórir höfðu þá sparkað sex ára drenginn niður. Litli drengurinn sagðist ekki hafa þekkt þá.

"Þetta var hryllingur. Ég er knattspyrnuþjálfari og vinn með börnum. Aðkoman var skelfileg og það tekur á að lenda í svona."

Ekki náðist í Ómar Smára Ármannsson, vaktstjóra lögreglunnar í umdæminu, í gær.- sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×