Tekið tillit til vanda framhaldsskólanna 11. ágúst 2012 05:30 Menntamálaráðherra segir ótækt að sumir skólar ráði ekki við að borga forfallakennurum laun. Tekið verði sérstakt tillit til framhaldsskólanna í fjárlögum næsta árs.fréttablaðið/gva Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sérstakt tillit verði tekið til framhaldsskólanna í fjárlagavinnu næsta árs. Eigi það bæði við um skólana í heild, en einnig einstaka skóla sem standa illa. Niðurskurður í rekstri skólanna hafi verið mikill og ýmsir framhaldsskólar eigi mjög erfitt. „Smærri skólar úti á landi hafa verið nefndir til sögunnar. Þeir eiga í erfiðleikum og ekkert má út af bregða í þeirra rekstri. Skólar eins og bekkjarkerfisskólarnir í Reykjavík eiga einnig í vanda. Þeir hafa boðið upp á bóknám og hafa þar af leiðandi ekki getað tekið þátt í verkefninu Nám er vinnandi vegur. Þeir eru orðnir mjög aðþrengdir með sína starfsemi.“ Katrín segir það verkefni hafa gefið góða raun og fyrstu teikn séu nú á lofti um að brottfall sé að minnka. Tölur séu þó lítt marktækar og lengri tíma þurfi til að meta árangurinn. Aldrei hafi þó fleiri verið í námi en einmitt núna. Atvinnuleysi hefur lengst af verið lítið hér á landi og Katrín segir að kerfið hafi einfaldlega ekki verið í stakk búið við að taka á móti miklum fjölda atvinnulausra. Margir sem hafi misst vinnuna hafi ekki komist í nám og þurft að þiggja atvinnuleysisbætur. „Þó að við sjáum sem betur fer fram á minnkandi atvinnuleysi þarf kerfið samt sem áður að vera tilbúið að takast á við það. Það þarf einmitt að virka þannig að fólk fari frekar í nám. Ég held að við eigum að draga lærdóm af verkefninu og hafa þessi úrræði varanlega inni í kerfinu.“ Katrín segist ekki geta lofað auknum fjármunum í skólakerfið núna, en ef svigrúm skapist, eins og vonir standi til, séu næg verkefni og horft verði sérstaklega til framhaldsskólanna. Hins vegar sé staða framhaldsskólanna verulegt áhyggjuefni. „Niðurskurðurinn var þannig að allt aukreitis var skorið af. Það er mjög erfitt og þungt viðureignar ef skólarnir geta ekki einu sinni borgað forfallakennurum laun lengur. Ef þetta hangir á því að enginn má veikjast í kennaraliðinu erum við farin að horfa á að þetta ógni strúktúrnum. Þannig er staðan sums staðar.“kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sérstakt tillit verði tekið til framhaldsskólanna í fjárlagavinnu næsta árs. Eigi það bæði við um skólana í heild, en einnig einstaka skóla sem standa illa. Niðurskurður í rekstri skólanna hafi verið mikill og ýmsir framhaldsskólar eigi mjög erfitt. „Smærri skólar úti á landi hafa verið nefndir til sögunnar. Þeir eiga í erfiðleikum og ekkert má út af bregða í þeirra rekstri. Skólar eins og bekkjarkerfisskólarnir í Reykjavík eiga einnig í vanda. Þeir hafa boðið upp á bóknám og hafa þar af leiðandi ekki getað tekið þátt í verkefninu Nám er vinnandi vegur. Þeir eru orðnir mjög aðþrengdir með sína starfsemi.“ Katrín segir það verkefni hafa gefið góða raun og fyrstu teikn séu nú á lofti um að brottfall sé að minnka. Tölur séu þó lítt marktækar og lengri tíma þurfi til að meta árangurinn. Aldrei hafi þó fleiri verið í námi en einmitt núna. Atvinnuleysi hefur lengst af verið lítið hér á landi og Katrín segir að kerfið hafi einfaldlega ekki verið í stakk búið við að taka á móti miklum fjölda atvinnulausra. Margir sem hafi misst vinnuna hafi ekki komist í nám og þurft að þiggja atvinnuleysisbætur. „Þó að við sjáum sem betur fer fram á minnkandi atvinnuleysi þarf kerfið samt sem áður að vera tilbúið að takast á við það. Það þarf einmitt að virka þannig að fólk fari frekar í nám. Ég held að við eigum að draga lærdóm af verkefninu og hafa þessi úrræði varanlega inni í kerfinu.“ Katrín segist ekki geta lofað auknum fjármunum í skólakerfið núna, en ef svigrúm skapist, eins og vonir standi til, séu næg verkefni og horft verði sérstaklega til framhaldsskólanna. Hins vegar sé staða framhaldsskólanna verulegt áhyggjuefni. „Niðurskurðurinn var þannig að allt aukreitis var skorið af. Það er mjög erfitt og þungt viðureignar ef skólarnir geta ekki einu sinni borgað forfallakennurum laun lengur. Ef þetta hangir á því að enginn má veikjast í kennaraliðinu erum við farin að horfa á að þetta ógni strúktúrnum. Þannig er staðan sums staðar.“kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira