Skömm og þunglyndi fylgir ófrjósemi Erla Hlynsdóttir skrifar 1. október 2012 19:15 Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn Jessicu Leigh Andrésdóttur, konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. Jessica skrifaði grein um ófrósemina sem birtist í dag á Bleikt.is og vakti mikla athygli. Hún er ósátt við leyndarhyggjuna í kring um ófrjósemi. „Ef að ég myndi til dæmis greinast með krabbamein þá myndi ég örugglega segja fleirum frá því en ef ég væri með ófrjósemi og það er eitthvað sem mér finnst þurfa að breytast, að þetta sé eitthvað feimnismál." Gunnar Rafn Heiðarsson, eiginmaður Jessicu, er á sama máli. „Þegar konan mín hringdi í mig áðan og sagði að hún vildi fá okkur í viðtal þá vissi ég ekki alveg hvað ég vildi gera, þetta kom svolítið flatt upp á mig, en mér finnst óþarfi að fela þetta, þetta er ekkert sem fólk þarf að skammast sín fyrir," segir hann. Þau höfðu í tvö ár reynt að eignast barn þegar hún var greind með óútskýrða ófrjósemi. „Það er eiginlega bara skelfilegt og í okkar tilfelli höfum við glímt við þetta í sex ár, og á þessum sex árum, eins og ég skrifa í greininni hefu ég einangrað mig mjög mikið svo er nýlega búið að greina mig með vægt þunglyndi og kvíða, sem er hægt að tengja við þetta, og það er í raun og veru allt hægt að rekja til ófrjóseminnar, eins og ég upplifi, höfnunar á því að verða móðir." Um fimmtán prósent para geta ekki eignast barn vegna ófrjósemi. „Það glímir gríðarlegur fjöldi íslendinga við þetta vandamál og ég sé ekki nokkra ástæðu til að fela það fyrir nokkrum manni." Í fyrra byrjuðu þau í meðferð fyrir fyrstu glasafrjóvgunina sem var mjög sársaukafull fyrir Jessicu. Fyrir eggheimtuna oforvaðist Jessica og náðust 23 egg, sem er afar mikið. „Og það verður til þess að eggjastokkarnir stækka og út frá þeim vellur vökvi og á þessum tíma þyngdist ég um tólf kíló á bara nokkrum dögum, ég átti erfitt með að labba á klósettið, mér leið skelfilega illa andlega." Og Jessica varð ekki ólétt „Þetta hefur oft minni áhrif á karlmenn þar sem þeir eru oft, hvað eigum við að segja, tilfinningalega bældari út á við og það er einhver svona macho ímynd sem þarf að vera til staðar en að sjáflsögðu hvílir þetta þungt á manni." Jessica missti fóstur í sumar og núna einbeita þau sér að því að byggja sig upp. Þau eiga þó enn tvo skammta í frysti. „Það er náttúrulega okkar heitasta ósk að eignast barn, það er eitthvað sem mann langar virkilega til , þannig að það hefur náttúrulega einhver áhrif , vitandi ekki hvort það tekst á endanum eða hvernig það fer," segir hún.Samtökin Tilvera boða til vitundarvakningar um ófrjósemi dagana 10. til 16. október. Sjá nánar hér. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn Jessicu Leigh Andrésdóttur, konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. Jessica skrifaði grein um ófrósemina sem birtist í dag á Bleikt.is og vakti mikla athygli. Hún er ósátt við leyndarhyggjuna í kring um ófrjósemi. „Ef að ég myndi til dæmis greinast með krabbamein þá myndi ég örugglega segja fleirum frá því en ef ég væri með ófrjósemi og það er eitthvað sem mér finnst þurfa að breytast, að þetta sé eitthvað feimnismál." Gunnar Rafn Heiðarsson, eiginmaður Jessicu, er á sama máli. „Þegar konan mín hringdi í mig áðan og sagði að hún vildi fá okkur í viðtal þá vissi ég ekki alveg hvað ég vildi gera, þetta kom svolítið flatt upp á mig, en mér finnst óþarfi að fela þetta, þetta er ekkert sem fólk þarf að skammast sín fyrir," segir hann. Þau höfðu í tvö ár reynt að eignast barn þegar hún var greind með óútskýrða ófrjósemi. „Það er eiginlega bara skelfilegt og í okkar tilfelli höfum við glímt við þetta í sex ár, og á þessum sex árum, eins og ég skrifa í greininni hefu ég einangrað mig mjög mikið svo er nýlega búið að greina mig með vægt þunglyndi og kvíða, sem er hægt að tengja við þetta, og það er í raun og veru allt hægt að rekja til ófrjóseminnar, eins og ég upplifi, höfnunar á því að verða móðir." Um fimmtán prósent para geta ekki eignast barn vegna ófrjósemi. „Það glímir gríðarlegur fjöldi íslendinga við þetta vandamál og ég sé ekki nokkra ástæðu til að fela það fyrir nokkrum manni." Í fyrra byrjuðu þau í meðferð fyrir fyrstu glasafrjóvgunina sem var mjög sársaukafull fyrir Jessicu. Fyrir eggheimtuna oforvaðist Jessica og náðust 23 egg, sem er afar mikið. „Og það verður til þess að eggjastokkarnir stækka og út frá þeim vellur vökvi og á þessum tíma þyngdist ég um tólf kíló á bara nokkrum dögum, ég átti erfitt með að labba á klósettið, mér leið skelfilega illa andlega." Og Jessica varð ekki ólétt „Þetta hefur oft minni áhrif á karlmenn þar sem þeir eru oft, hvað eigum við að segja, tilfinningalega bældari út á við og það er einhver svona macho ímynd sem þarf að vera til staðar en að sjáflsögðu hvílir þetta þungt á manni." Jessica missti fóstur í sumar og núna einbeita þau sér að því að byggja sig upp. Þau eiga þó enn tvo skammta í frysti. „Það er náttúrulega okkar heitasta ósk að eignast barn, það er eitthvað sem mann langar virkilega til , þannig að það hefur náttúrulega einhver áhrif , vitandi ekki hvort það tekst á endanum eða hvernig það fer," segir hún.Samtökin Tilvera boða til vitundarvakningar um ófrjósemi dagana 10. til 16. október. Sjá nánar hér.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira