Innlent

Töskugámur rakst í flugvél

Lögreglumál
Lögreglumál
Töskugámur rakst í flugvél við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær og var lögreglan kölluð út í kjölfarið.

Atvikið átti sér stað þegar verið var að lesta vélina. Talið er að færiband við lestarlúgu flugvélarinnar hafi ekki verið rétt stillt, með þeirri afleiðingu að töskugámurinn rakst utan í flugvélina. Nokkrar skemmdir urðu á flugvélinni en þær eru minniháttar.- ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×