Hlýnun jarðar eykur raforkuframleiðslu Íslands um 20% 22. febrúar 2012 08:14 Aukið vatnsrennsli í ám og uppistöðulónum á Íslandi vegna hlýnunar jarðar mun auka raforkuframleiðsluna á Íslandi um 20% á árunum 2021 til 2050. Þetta er ein af niðurstöðunum í nýrri skýrslu sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út um áhrif loftslagsbreytinga á 21. öld á endurnýjanlega orkugjafa á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum. Greint er frá skýrslunni á vefsíðu stjórnarráðsins en skýrslan er afrakstur viðamikils samvinnuverkefnis 30 stofnana og fyrirtækja í þessum löndum, sem Veðurstofa Íslands stýrði á árunum 2007-2011. Sérstök áhersla var lögð á að meta áhrif loftslagsbreytinga á nýtingu vatnsorku, vindorku og lífrænna orkugjafa og benda niðurstöður til þess að hlýnunin geti leitt til aukinnar orkuframleiðslu á svæðinu á komandi áratugum. Á vegum verkefnisins voru reiknaðar sviðsmyndir loftslags fyrir tímabilið 2021-2050 og niðurstöður bornar saman við tímabilið 1961-1990. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýnun og verður hún mest um 3°C að vetrarlagi í Finnlandi og á norðanverðum Skandinavíuskaga. Hlýnun er áætluð 1-2°C á svæðinu öllu að sumarlagi. Úrkoma mun að líkindum aukast um 5- 15% en litlar breytingar verða á meðalvindhraða. Jöklar munu rýrna mjög og hörfa og afrennsli frá þeim verður í hámarki á tímabilinu 2040-2070. Hlutur snævar í heildarúrkomu mun minnka og dregur þá að sama skapi úr umfangi vorleysinga. Aftakaflóð munu sums staðar minnka en stækka á svæðum þar sem úrkoma fer vaxandi. Aukin jöklaleysing og úrkoma mun víða leiða til vaxandi afrennslis til uppistöðulóna og verður þá mögulegt að auka raforkuframleiðslu um 10% á Norðurlöndum utan Íslands, en um allt að 20% hérlendis. Miklir möguleikar eru enn til aukinnar nýtingar vindorku á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum, jafnvel þótt vindafl á svæðinu muni ekki taka miklum breytingum í hlýnandi loftslagi. Loftslagsmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Aukið vatnsrennsli í ám og uppistöðulónum á Íslandi vegna hlýnunar jarðar mun auka raforkuframleiðsluna á Íslandi um 20% á árunum 2021 til 2050. Þetta er ein af niðurstöðunum í nýrri skýrslu sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út um áhrif loftslagsbreytinga á 21. öld á endurnýjanlega orkugjafa á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum. Greint er frá skýrslunni á vefsíðu stjórnarráðsins en skýrslan er afrakstur viðamikils samvinnuverkefnis 30 stofnana og fyrirtækja í þessum löndum, sem Veðurstofa Íslands stýrði á árunum 2007-2011. Sérstök áhersla var lögð á að meta áhrif loftslagsbreytinga á nýtingu vatnsorku, vindorku og lífrænna orkugjafa og benda niðurstöður til þess að hlýnunin geti leitt til aukinnar orkuframleiðslu á svæðinu á komandi áratugum. Á vegum verkefnisins voru reiknaðar sviðsmyndir loftslags fyrir tímabilið 2021-2050 og niðurstöður bornar saman við tímabilið 1961-1990. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýnun og verður hún mest um 3°C að vetrarlagi í Finnlandi og á norðanverðum Skandinavíuskaga. Hlýnun er áætluð 1-2°C á svæðinu öllu að sumarlagi. Úrkoma mun að líkindum aukast um 5- 15% en litlar breytingar verða á meðalvindhraða. Jöklar munu rýrna mjög og hörfa og afrennsli frá þeim verður í hámarki á tímabilinu 2040-2070. Hlutur snævar í heildarúrkomu mun minnka og dregur þá að sama skapi úr umfangi vorleysinga. Aftakaflóð munu sums staðar minnka en stækka á svæðum þar sem úrkoma fer vaxandi. Aukin jöklaleysing og úrkoma mun víða leiða til vaxandi afrennslis til uppistöðulóna og verður þá mögulegt að auka raforkuframleiðslu um 10% á Norðurlöndum utan Íslands, en um allt að 20% hérlendis. Miklir möguleikar eru enn til aukinnar nýtingar vindorku á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum, jafnvel þótt vindafl á svæðinu muni ekki taka miklum breytingum í hlýnandi loftslagi.
Loftslagsmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira