Innlent

"Norska bakaríið“ má verða gistihús

Fischersund 3 hefur verið heimili hjónanna Sólveigar Eggertsdóttur og Þráins Bertelssonar um árabil en gæti nú orðið gistihús.
Fischersund 3 hefur verið heimili hjónanna Sólveigar Eggertsdóttur og Þráins Bertelssonar um árabil en gæti nú orðið gistihús. Fréttablaðið/Stefán
Byggingafulltrúi hefur heimilað að notkun íbúðarhússins í Fischersundi 3 verði breytt þannig að þar verði gistihús. Um er að ræða timburbyggingu sem reist var árið 1876 og nefnt er norska bakaríið.

Að því er segir í umsögn skipulagsstjóra er norska bakaríið á verndarsvæði eins og allt Grjótaþorpið. Vegna aldurs síns sé Fischersund 3 háð þjóðminjalögum um allar breytingar og við þær þurfi að sýna sérstaka aðgát.

Húsafriðunarnefnd gerir sömuleiðis ekki athugasemd fyrir sitt leyti við breytta notkun gamla hússins „enda verði allar áætlanir og uppdrættir sendir nefndinni til umsagnar um leið og það liggur fyrir," segir í umsögn nefndarinnar.

Fischersund 3 er í eigu Sólveigar Eggertsdóttur, eiginkonu Þráins Bertelssonar, kvikmyndaleikstjóra, rithöfundar og liðsmanns þingflokks Vinstri grænna. Í byggingunni eru einnig skrifstofur í eigu Sögufélagsins. Íbúðarhluti Sólveigar hefur verið til sölu um nokkra hríð. Það var Sigfríður Þorsteinsdóttir, sem rekur gistiheimili á Lokastíg, sem óskaði eftir viðhorfi borgaryfirvalda til breytingarinnar. -gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×