Gríðarlegir tekjuhagsmunir undir í rammaáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2012 19:01 Samorka telur að ríkisstjórnin sé út frá pólitískum forsendum að stöðva allt að átján virkjunarkosti í rammaáætlun með því að víkja frá faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar. Stjórnvöld gætu með þessu útilokað virkjanir sem gætu skilað nærri sextíu milljarða króna raforkusölutekjum á ári. Eftir tólf ára vinnu verkefnisstjórnar og faghópa, við að meta gæði landsins inn í rammaáætlun, var komið að ríkisstjórninni í haust, að leggja málið fyrir Alþingi. Samtök orku- og veitufyrirtækja, Samorka, telja hins vegar að í drögum að þingsályktun, sem þá voru kynnt, víki ríkisstjórnin frá faglegri forgangsröðun verkefnisstjórnar og segir Gústaf Skúlason hjá Samorku þessi þingsályktunardrög á pólitískum forsendum víkja verulega frá röðun verkefnisstjórnar. Samorka hefur á lista, sem birtist í fréttum Stöðvar 2, merkt með gulum lit þær virkjanir sem hún telur þannig saltaðar. Þær eru: Austurengjar, Innstidalur, Trölladyngja, Þverárdalur, Bitra, Norðlingaölduveita, Brennisteinsfjöll, Grændalur, Tungnárlón, Bjallavirkjun, Bláfellsvirkjun, Gjástykki og Skatastaðavirkjun. Hér takast á náttúruverndarsjónarmið, að hlífa viðkomandi svæðum við raski sem fylgir virkjunum, og hins vegar gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir, miðað við það verð sem Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði á ráðstefnu Verkfræðingafélagsins fyrir helgi að hann ætlaði að fá í nýjum orkusamningum. Þar sagði hann að markmið Landsvirkjunar væri að selja megavattstundina á 43 dollara, - þegar hefðu verið gerðir samningar og viljayfirlýsingar á þeim nótum, - og sagði Landsvirkjunarmenn sannfærða um að innistæða væri fyrir þessari stefnu. Þetta markmið Landsvirkjunar, um 43 dollara á megavattstund, jafngildir um 5,5 milljónum króna á gígavattstund. Það þýðir að með því að setja þessar þrettán virkjanir, með 7.300 gígavattastunda framleiðslugetu, ýmist í biðflokk eða friðunarflokk, er verið að girða fyrir möguleika á allt að 40 milljarða króna raforkusölutekjum á ári. Gústaf Skúlason segir að samkvæmt upplýsingum Samorku stefni enn í að hróflað verði við faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar á lokaspretti rammaáætlunar. Talað er um að færa eigi fleiri virkjanir úr nýtingarflokki og eru virkjanir í neðri Þjórsá og við Hágöngur nefndar í umræðunni. Þegar tekjumöguleikar þessara virkjana eru skoðaðir, miðað við yfirlýst tekjumarkmið Landsvirkjunar, sést að Holtavirkjun gæti gefið 2,4 milljarða króna í raforkusölutekjur á ári, Hvammsvirkjun 3,6 milljarða króna, Urriðafossvirkjun 5,4 milljarða króna, Hágönguvirkjanir 1 og 2 gæfu 6 milljarða króna, og allar þessar virkjanir samtals yfir 17 milljarða króna árlega. Þetta er til viðbótar við þá 40 milljarða króna sem áður voru nefndir, og er þá ekki reiknað með viðbótartekjum sem spáð er vegna aukins vatnsrennslis. Gústaf segir Samorku telja að niðurstöður verkefnisstjórnar hafi verið grunnur að víðtækri sátt um þennan málaflokk. Ef miklar breytingar verði gerðar á þeirri niðurstöðu, eins og virðist ætla að verða raunin, þá sé vandséð að nokkur sátt geti orðið um slíka niðurstöðu. Þá verði einfaldlega um að ræða pólitíska rammaáætlun núverandi ríkisstjórnar. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Samorka telur að ríkisstjórnin sé út frá pólitískum forsendum að stöðva allt að átján virkjunarkosti í rammaáætlun með því að víkja frá faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar. Stjórnvöld gætu með þessu útilokað virkjanir sem gætu skilað nærri sextíu milljarða króna raforkusölutekjum á ári. Eftir tólf ára vinnu verkefnisstjórnar og faghópa, við að meta gæði landsins inn í rammaáætlun, var komið að ríkisstjórninni í haust, að leggja málið fyrir Alþingi. Samtök orku- og veitufyrirtækja, Samorka, telja hins vegar að í drögum að þingsályktun, sem þá voru kynnt, víki ríkisstjórnin frá faglegri forgangsröðun verkefnisstjórnar og segir Gústaf Skúlason hjá Samorku þessi þingsályktunardrög á pólitískum forsendum víkja verulega frá röðun verkefnisstjórnar. Samorka hefur á lista, sem birtist í fréttum Stöðvar 2, merkt með gulum lit þær virkjanir sem hún telur þannig saltaðar. Þær eru: Austurengjar, Innstidalur, Trölladyngja, Þverárdalur, Bitra, Norðlingaölduveita, Brennisteinsfjöll, Grændalur, Tungnárlón, Bjallavirkjun, Bláfellsvirkjun, Gjástykki og Skatastaðavirkjun. Hér takast á náttúruverndarsjónarmið, að hlífa viðkomandi svæðum við raski sem fylgir virkjunum, og hins vegar gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir, miðað við það verð sem Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði á ráðstefnu Verkfræðingafélagsins fyrir helgi að hann ætlaði að fá í nýjum orkusamningum. Þar sagði hann að markmið Landsvirkjunar væri að selja megavattstundina á 43 dollara, - þegar hefðu verið gerðir samningar og viljayfirlýsingar á þeim nótum, - og sagði Landsvirkjunarmenn sannfærða um að innistæða væri fyrir þessari stefnu. Þetta markmið Landsvirkjunar, um 43 dollara á megavattstund, jafngildir um 5,5 milljónum króna á gígavattstund. Það þýðir að með því að setja þessar þrettán virkjanir, með 7.300 gígavattastunda framleiðslugetu, ýmist í biðflokk eða friðunarflokk, er verið að girða fyrir möguleika á allt að 40 milljarða króna raforkusölutekjum á ári. Gústaf Skúlason segir að samkvæmt upplýsingum Samorku stefni enn í að hróflað verði við faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar á lokaspretti rammaáætlunar. Talað er um að færa eigi fleiri virkjanir úr nýtingarflokki og eru virkjanir í neðri Þjórsá og við Hágöngur nefndar í umræðunni. Þegar tekjumöguleikar þessara virkjana eru skoðaðir, miðað við yfirlýst tekjumarkmið Landsvirkjunar, sést að Holtavirkjun gæti gefið 2,4 milljarða króna í raforkusölutekjur á ári, Hvammsvirkjun 3,6 milljarða króna, Urriðafossvirkjun 5,4 milljarða króna, Hágönguvirkjanir 1 og 2 gæfu 6 milljarða króna, og allar þessar virkjanir samtals yfir 17 milljarða króna árlega. Þetta er til viðbótar við þá 40 milljarða króna sem áður voru nefndir, og er þá ekki reiknað með viðbótartekjum sem spáð er vegna aukins vatnsrennslis. Gústaf segir Samorku telja að niðurstöður verkefnisstjórnar hafi verið grunnur að víðtækri sátt um þennan málaflokk. Ef miklar breytingar verði gerðar á þeirri niðurstöðu, eins og virðist ætla að verða raunin, þá sé vandséð að nokkur sátt geti orðið um slíka niðurstöðu. Þá verði einfaldlega um að ræða pólitíska rammaáætlun núverandi ríkisstjórnar.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira