Leitast eftir að loka á glufu í gjaldeyrishöftunum 12. mars 2012 18:33 Nú stendur yfir umræða á Alþingi um herðingu á gjaldeyrishöftunum þar sem leitast er eftir að loka á gjaldeyrisútflæði í gegnum glufu á höftunum. Búist er við að frumvarpið verði samþykkt í kvöld. Greiningaraðili segir breytinguna minnka traust erlendra aðila. Frumvarpið var lagt fyrir á Alþingi nú á sjötta tímanum en þingflokksfundir voru óvænt boðaðir klukkan fjögur síðdegis eftir að fjármálamörkuðum var lokað. Um þrenns konar breytingar er að ræða. Í fyrsta lagi er undanþágu heimild til útgreiðslna í íslenskum krónum úr innlendum þrotabúum til erlendra aðila felld úr gildi, til dæmis úr greiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna til kröfuhafa erlendis. Í öðru lagi eru þrotabú föllnu bankanna ekki lengur undanþegin gjaldeyrishöftunum. Í þriðja lagi hefur verið lokað á að erlendir eigendur skuldabréfa geti tekið útafborganir og verðbætur af höfuðstól út í erlendri mynt. Ástæða fyrir hraðri meðferð málsins er meðal annars að eitt þessarra skuldabréfa, HFF14, er á gjalddaga nú á fimmtudaginn þegar gert var ráð fyrir að um 6-7 milljarðar króna myndu streyma úr landi en tugi milljarða hafa nú þegar streymt úr landi vegna þessarra breytinga. Þorbjörn Atli Sveinsson sérfræðingur hjá greiningardeild Arion Banka segir þessa breytingu minnka traust fjárfesta og vera örþrifaráð. „Ég hef miklar áhyggjur af að menn séu ekki að hugsa þetta alla leið, að bregðast við gjalddaga á fimmtudaginn í stærra samhengi er þetta mjög alvarlegt og ég hef áhyggjur af næstu skrefum í fjárfestingaleið og áhættuálag á Ísland hlýtur að hækka ef við erum að gera svona hluti eftir á," sagði Þorbjörn. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Nú stendur yfir umræða á Alþingi um herðingu á gjaldeyrishöftunum þar sem leitast er eftir að loka á gjaldeyrisútflæði í gegnum glufu á höftunum. Búist er við að frumvarpið verði samþykkt í kvöld. Greiningaraðili segir breytinguna minnka traust erlendra aðila. Frumvarpið var lagt fyrir á Alþingi nú á sjötta tímanum en þingflokksfundir voru óvænt boðaðir klukkan fjögur síðdegis eftir að fjármálamörkuðum var lokað. Um þrenns konar breytingar er að ræða. Í fyrsta lagi er undanþágu heimild til útgreiðslna í íslenskum krónum úr innlendum þrotabúum til erlendra aðila felld úr gildi, til dæmis úr greiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna til kröfuhafa erlendis. Í öðru lagi eru þrotabú föllnu bankanna ekki lengur undanþegin gjaldeyrishöftunum. Í þriðja lagi hefur verið lokað á að erlendir eigendur skuldabréfa geti tekið útafborganir og verðbætur af höfuðstól út í erlendri mynt. Ástæða fyrir hraðri meðferð málsins er meðal annars að eitt þessarra skuldabréfa, HFF14, er á gjalddaga nú á fimmtudaginn þegar gert var ráð fyrir að um 6-7 milljarðar króna myndu streyma úr landi en tugi milljarða hafa nú þegar streymt úr landi vegna þessarra breytinga. Þorbjörn Atli Sveinsson sérfræðingur hjá greiningardeild Arion Banka segir þessa breytingu minnka traust fjárfesta og vera örþrifaráð. „Ég hef miklar áhyggjur af að menn séu ekki að hugsa þetta alla leið, að bregðast við gjalddaga á fimmtudaginn í stærra samhengi er þetta mjög alvarlegt og ég hef áhyggjur af næstu skrefum í fjárfestingaleið og áhættuálag á Ísland hlýtur að hækka ef við erum að gera svona hluti eftir á," sagði Þorbjörn.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira