Erlent

Nubo líkt við illmennið Dr. No úr James Bond

Blaðamaður der Speigel segir að einhverjir hafi líkt honum við Dr. No illmennið úr James Bond mynd.
Blaðamaður der Speigel segir að einhverjir hafi líkt honum við Dr. No illmennið úr James Bond mynd.
Nubo er meðal viðmælenda þýska blaðsins der Spiegel í ítarlegri úttekt þess á útrás kínveskra fjárfesta til Evrópu. Í viðtali við blaðið segist fjárfestirinn elska náttúruna og sagt að hann hafi fundið sér góðan vettvang til þess að græða peninga með því að byggja upp sjálfbæra ferðamannastaði fyrir ríka Kínverja.

Þegar kemur að fjárfestingaráformum Nubo hér á landi segist hann eiga erfitt með að skilja af hverju áformin hafi verið svo umdeild og hann sé særður yfir því vantrausti sem honum og kínversku þjóðinni hefur verið sýnt af íslensku þjóðinni. Blaðamenn der Spigel rifja upp sögu Nubo hér á landi í greininni og minnast meðal annars á grunsemdir einhverra um að Nubo sé útsendari kínverska kommúnistaflokksins og einhverjir hafi líkt honum við Dr. No illmennið úr James Bond mynd.

Nubo segir þessar efasemdir og viðmót þjóðarinnar hafa gert það að verkum að hann hafi misst eldmóðinn gagnvart verkefninu á Íslandi og hafi snúið sér í meira mæli að þriðja áhugamáli sínu á eftir því að græða peninga og leggja undir sig náttúrusvæði að semja og skrifa ljóð.

Í greininni segja blaðamenn der Spiegel áhyggjur sumra Íslendinga hafi hins vegar ekki vera tilefnislausar þar sem kínverskir fjárfestar eru í miklum mæli að kaupa upp landsvæði og eignir víða um heim og nýti sér meðal annars núverandi efnahagslægð í evrópu og Bandaríkjunum til að sækja enn í sig veðrið. Þá segir að PriceWaterHouseCoopers áætli að svokallaðir rauðir kapítalistar hafi eytt tæpum 24 milljörðum dollara í hlutabréf í erlendum fyrirtækjum á fyrri hluta árs 2012 sem er þrisvar sinnaum meira en á sama tíma í fyrra.

Lesa má greinina í der Spiegel hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.