Enski boltinn

Rodgers veikur – Missir af leiknum gegn QPR

Brendan Rodgers er veikur heima. Mynd/Getty
Brendan Rodgers er veikur heima. Mynd/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, mun missa af leik Liverpool gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í dag vegna veikinda. Rodgers er að glíma við veikindi sem hafa verið að ganga í herbúðum Liverpool að undanförnu og verður því ekki á hliðarlínunni í dag.

Markvörðurinn Brad Jones er einnig frá vegna veikinda og eru fleiri leikmenn liðsins sem hafa verið að kljást við veikindi að undanförnu.

Liverpool er í 10. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 19 leiki og þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn QPR í dag sem er í neðsta sæti deildarinnar með 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×