Innlent

Latte-lepjandi lið í 401 Ísafjörður

BBI skrifar
Í Ögursveit á Vestfjörðum er rúmlega eitt kaffihús á hverja fjóra íbúa. Á svæðinu hafa um þessar mundir aðeins 10 til 11 manns fasta búsetu. Kaffihúsin eru aftur á móti þrjú, sem gæti verið einhvers konar met með tilliti til höfðatölu.

„Já, það má með sanni segja að það sé latte-lepjandi lið í 401 Ísafjörður," segir Halldór Halldórsson hjá Ögur Travel í samtali við Bæjarins Besta. Líklega eru þó ferðamenn í meirihluta kúnnahópsins í þessum kaffihúsum, enda þyrftu fjórir menn að drekka töluvert mikið kaffi til að halda uppi heilu kaffihúsi

Ögursveit var hreppur sunnan Ísafjarðardjúps í Norður-Ísafjarðarsýslu, kenndur við bæinn og kirkjustaðinn Ögur, sem sameinaðist Reykjafjarðarhreppi og Súðavíkurhreppi árið 1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×