Hugsanlegt að Falun Gong iðkendur verði með friðsama áminningu 11. apríl 2012 14:28 Falung Gong iðkendur árið 2002. Iðkendurnir hafa af einhverjum ástæðum verið álitnir ógn við kínverska alþýðulýðveldinu af óljósum ástæðum. „Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. Heimsókn hans kemur á sama tíma og Guðmundur Steingrímsson ásamt tíu öðrum þingmönnum leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að iðkendur Falun Gong verði beðnir opinberlega afsökunar og þeim greiddar skaðabætur. Ástæðan eru ofsafengin viðbrögð stjórnvalda gagnvart iðkendum Falun Gong árið 2002 þegar Jiang Zemin Kínaforseti var hér í opinberri heimsókn fyrir 10 árum síðan. Þá voru iðkendur stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á grundvelli svarts lista og þeim gert að gista í grunnskóla í Njarðvík. Kínverska alþýðulýðveldið hefur skilgreint Falun Gong sem ógn við ríkið, en ógnin er heldur óskilgreind, enda um friðsaman hóp að ræða eins og dæmin hafa margsannað. Iðkendur hafa engu að síður verið ofsóttir í Kína. Þannig segir Þórdís að kínversk yfirvöld hafi jafnvel stolið líffærum úr iðkendum Falun Gong og selt. Þar vísar hún í skýrslu David Matas og David Kilgour mannréttindalögfræðinga, sem tilnefndir voru til friðarverðlauna Nóbels fyrir rannsókn sína "Bloody harvest" á meintum líffærastuldi kínverskra yfirvalda úr lifandi Falun Gong iðkendum. Spurð hvort hún óttist að sagan endurtaki sig, nú tíu árum síðar, svarar Þórdís: „Spurningin sem ég spyr er hvort við ætlum aftur að láta þetta stóra ríki verða til þess að við sveigjum af okkar leið sem lýðæðisríki."Þórdís Hauksdóttir, Falung Gong iðkandi.Hún bætir við að þeir sem hafi gagnrýnt framferði íslenskra stjórnvalda hvað mest árið 2002 hafi verið þeir sem halda um stjórnartaumana í dag. Meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist vonast til þess að heimsókn kínverska forsætisráðherrans verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um stóra samhengið í mannréttindamálum. „Og hvar við viljum staðsetja okkur í samfélagi þjóðanna," bætir hún við. Hún bendir á að forsætisráðherrann í Kína hafi þótt umbótasinnaður og því ekki gefið að hann verði með líkar kröfur og voru gerðar til íslenska ríkisins árið 2002. Spurð hvort Falun Gong muni mótmæla komu forsætisráðherrans til landsins útskýrir Þórdís að iðkendur Falun Gong mótmæla ekki. Um sé að ræða friðsamlega áminningu. „Og þessi heimsókn gæti orðið tilefni til þess," svarar hún svo og bætir við að von hafi verið á nokkrum útlendum iðkendum vegna þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar. Það verður því athyglisvert að sjá hver viðbrögð stjórnvalda verða, krefjist leiðtoginn þess að för iðkenda Falun Gong verði heft með einhverju móti. Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. Heimsókn hans kemur á sama tíma og Guðmundur Steingrímsson ásamt tíu öðrum þingmönnum leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að iðkendur Falun Gong verði beðnir opinberlega afsökunar og þeim greiddar skaðabætur. Ástæðan eru ofsafengin viðbrögð stjórnvalda gagnvart iðkendum Falun Gong árið 2002 þegar Jiang Zemin Kínaforseti var hér í opinberri heimsókn fyrir 10 árum síðan. Þá voru iðkendur stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á grundvelli svarts lista og þeim gert að gista í grunnskóla í Njarðvík. Kínverska alþýðulýðveldið hefur skilgreint Falun Gong sem ógn við ríkið, en ógnin er heldur óskilgreind, enda um friðsaman hóp að ræða eins og dæmin hafa margsannað. Iðkendur hafa engu að síður verið ofsóttir í Kína. Þannig segir Þórdís að kínversk yfirvöld hafi jafnvel stolið líffærum úr iðkendum Falun Gong og selt. Þar vísar hún í skýrslu David Matas og David Kilgour mannréttindalögfræðinga, sem tilnefndir voru til friðarverðlauna Nóbels fyrir rannsókn sína "Bloody harvest" á meintum líffærastuldi kínverskra yfirvalda úr lifandi Falun Gong iðkendum. Spurð hvort hún óttist að sagan endurtaki sig, nú tíu árum síðar, svarar Þórdís: „Spurningin sem ég spyr er hvort við ætlum aftur að láta þetta stóra ríki verða til þess að við sveigjum af okkar leið sem lýðæðisríki."Þórdís Hauksdóttir, Falung Gong iðkandi.Hún bætir við að þeir sem hafi gagnrýnt framferði íslenskra stjórnvalda hvað mest árið 2002 hafi verið þeir sem halda um stjórnartaumana í dag. Meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist vonast til þess að heimsókn kínverska forsætisráðherrans verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um stóra samhengið í mannréttindamálum. „Og hvar við viljum staðsetja okkur í samfélagi þjóðanna," bætir hún við. Hún bendir á að forsætisráðherrann í Kína hafi þótt umbótasinnaður og því ekki gefið að hann verði með líkar kröfur og voru gerðar til íslenska ríkisins árið 2002. Spurð hvort Falun Gong muni mótmæla komu forsætisráðherrans til landsins útskýrir Þórdís að iðkendur Falun Gong mótmæla ekki. Um sé að ræða friðsamlega áminningu. „Og þessi heimsókn gæti orðið tilefni til þess," svarar hún svo og bætir við að von hafi verið á nokkrum útlendum iðkendum vegna þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar. Það verður því athyglisvert að sjá hver viðbrögð stjórnvalda verða, krefjist leiðtoginn þess að för iðkenda Falun Gong verði heft með einhverju móti.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26