Hugsanlegt að Falun Gong iðkendur verði með friðsama áminningu 11. apríl 2012 14:28 Falung Gong iðkendur árið 2002. Iðkendurnir hafa af einhverjum ástæðum verið álitnir ógn við kínverska alþýðulýðveldinu af óljósum ástæðum. „Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. Heimsókn hans kemur á sama tíma og Guðmundur Steingrímsson ásamt tíu öðrum þingmönnum leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að iðkendur Falun Gong verði beðnir opinberlega afsökunar og þeim greiddar skaðabætur. Ástæðan eru ofsafengin viðbrögð stjórnvalda gagnvart iðkendum Falun Gong árið 2002 þegar Jiang Zemin Kínaforseti var hér í opinberri heimsókn fyrir 10 árum síðan. Þá voru iðkendur stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á grundvelli svarts lista og þeim gert að gista í grunnskóla í Njarðvík. Kínverska alþýðulýðveldið hefur skilgreint Falun Gong sem ógn við ríkið, en ógnin er heldur óskilgreind, enda um friðsaman hóp að ræða eins og dæmin hafa margsannað. Iðkendur hafa engu að síður verið ofsóttir í Kína. Þannig segir Þórdís að kínversk yfirvöld hafi jafnvel stolið líffærum úr iðkendum Falun Gong og selt. Þar vísar hún í skýrslu David Matas og David Kilgour mannréttindalögfræðinga, sem tilnefndir voru til friðarverðlauna Nóbels fyrir rannsókn sína "Bloody harvest" á meintum líffærastuldi kínverskra yfirvalda úr lifandi Falun Gong iðkendum. Spurð hvort hún óttist að sagan endurtaki sig, nú tíu árum síðar, svarar Þórdís: „Spurningin sem ég spyr er hvort við ætlum aftur að láta þetta stóra ríki verða til þess að við sveigjum af okkar leið sem lýðæðisríki."Þórdís Hauksdóttir, Falung Gong iðkandi.Hún bætir við að þeir sem hafi gagnrýnt framferði íslenskra stjórnvalda hvað mest árið 2002 hafi verið þeir sem halda um stjórnartaumana í dag. Meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist vonast til þess að heimsókn kínverska forsætisráðherrans verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um stóra samhengið í mannréttindamálum. „Og hvar við viljum staðsetja okkur í samfélagi þjóðanna," bætir hún við. Hún bendir á að forsætisráðherrann í Kína hafi þótt umbótasinnaður og því ekki gefið að hann verði með líkar kröfur og voru gerðar til íslenska ríkisins árið 2002. Spurð hvort Falun Gong muni mótmæla komu forsætisráðherrans til landsins útskýrir Þórdís að iðkendur Falun Gong mótmæla ekki. Um sé að ræða friðsamlega áminningu. „Og þessi heimsókn gæti orðið tilefni til þess," svarar hún svo og bætir við að von hafi verið á nokkrum útlendum iðkendum vegna þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar. Það verður því athyglisvert að sjá hver viðbrögð stjórnvalda verða, krefjist leiðtoginn þess að för iðkenda Falun Gong verði heft með einhverju móti. Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
„Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. Heimsókn hans kemur á sama tíma og Guðmundur Steingrímsson ásamt tíu öðrum þingmönnum leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að iðkendur Falun Gong verði beðnir opinberlega afsökunar og þeim greiddar skaðabætur. Ástæðan eru ofsafengin viðbrögð stjórnvalda gagnvart iðkendum Falun Gong árið 2002 þegar Jiang Zemin Kínaforseti var hér í opinberri heimsókn fyrir 10 árum síðan. Þá voru iðkendur stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á grundvelli svarts lista og þeim gert að gista í grunnskóla í Njarðvík. Kínverska alþýðulýðveldið hefur skilgreint Falun Gong sem ógn við ríkið, en ógnin er heldur óskilgreind, enda um friðsaman hóp að ræða eins og dæmin hafa margsannað. Iðkendur hafa engu að síður verið ofsóttir í Kína. Þannig segir Þórdís að kínversk yfirvöld hafi jafnvel stolið líffærum úr iðkendum Falun Gong og selt. Þar vísar hún í skýrslu David Matas og David Kilgour mannréttindalögfræðinga, sem tilnefndir voru til friðarverðlauna Nóbels fyrir rannsókn sína "Bloody harvest" á meintum líffærastuldi kínverskra yfirvalda úr lifandi Falun Gong iðkendum. Spurð hvort hún óttist að sagan endurtaki sig, nú tíu árum síðar, svarar Þórdís: „Spurningin sem ég spyr er hvort við ætlum aftur að láta þetta stóra ríki verða til þess að við sveigjum af okkar leið sem lýðæðisríki."Þórdís Hauksdóttir, Falung Gong iðkandi.Hún bætir við að þeir sem hafi gagnrýnt framferði íslenskra stjórnvalda hvað mest árið 2002 hafi verið þeir sem halda um stjórnartaumana í dag. Meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist vonast til þess að heimsókn kínverska forsætisráðherrans verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um stóra samhengið í mannréttindamálum. „Og hvar við viljum staðsetja okkur í samfélagi þjóðanna," bætir hún við. Hún bendir á að forsætisráðherrann í Kína hafi þótt umbótasinnaður og því ekki gefið að hann verði með líkar kröfur og voru gerðar til íslenska ríkisins árið 2002. Spurð hvort Falun Gong muni mótmæla komu forsætisráðherrans til landsins útskýrir Þórdís að iðkendur Falun Gong mótmæla ekki. Um sé að ræða friðsamlega áminningu. „Og þessi heimsókn gæti orðið tilefni til þess," svarar hún svo og bætir við að von hafi verið á nokkrum útlendum iðkendum vegna þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar. Það verður því athyglisvert að sjá hver viðbrögð stjórnvalda verða, krefjist leiðtoginn þess að för iðkenda Falun Gong verði heft með einhverju móti.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26