Innlent

Solveig Lára vígð til embættis vígslubiskups

Í dag kl. 14 verður sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígð til embættis vígslubiskups á Hólum. Sr. Solveig Lára er önnur konan sem tekur biskupsvígslu á Íslandi, á eftir biskupi Íslands, frú Agnesi Sigurðardóttur.

Agnes biskup vígir sr. Solveigu Láru. Vígsluvottar eru sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson biskup á Hólum og sr. Kristján Valur Ingólfsson biskup í Skálholt ásamt sex erlendum biskupum auk sr. Gylfa Jónssonar og Unnar Halldórsdóttur, djákna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×