Vill tíu milljónir í skaðabætur - Álíka mál þekkist ekki í heiminum 17. desember 2012 16:14 Úr Héraðsdómi Reykjaness Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag en vitnaleiðslur fóru fram í síðustu viku. Málið snýst í stuttu máli um það að síðastliðið haust birtist úrskurður siðanefndar í máli tveggja lækna, sem Páll flæktist inn í. Í deilu læknanna komu upplýsingarnar úr sjúkraskránni fram og voru þær birtar í blaðinu. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Páls, sagði fyrir dómi að málið væri einstakt og fordæmalaust - álíka mál þekkist ekki hér á landi og í öðrum löndum. „Hann er fórnarlamb alvarlegra mistaka, sem felst í því að viðkvæmar persónuupplýsingar um hann voru birtar opinberlega. Eina sem stefnandi (Páll) gerði var að leita sér læknisaðstoðar vegna meiðsla hann hafði orðið fyrir - en hann situr hinsvegar uppi með uppi með það að upplýsingar um hann eru á hvers manns vitorði," sagði Sigurður Kári. Í úrskurðinum kom nafn hans ekki fram en Sigurður Kári sagði fyrir dómara í dag, að þar hefði komið fram tiltekið óhapp sem hann varð fyrir, að tiltekið bein hafi brotnað og að óhappið hafi orðið á litlum þéttbýlisstað á Austurlandi. „Þegar allar þessar upplýsingar koma saman geta allir þeir sem þekkja hann gefið sér um hvern var að ræða." Sjálfur frétti Páll ekki af málinu fyrr en hann fékk ábendingu um að fjallað væri um úrskurðinn á vef Pressunnar. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskránni í blaðinu - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Sigurður Kári sagði að upplýsingar úr sjúkraskrám væru líklega viðkvæmustu upplýsingar sem til eru. „Þær finnast ekki persónulegri, þær geyma heilsufarssögu fólks frá vöggu til grafar," sagði hann. Þá kom fram að birtingin í blaðinu hafi haft mikil áhrif á hann sjálfur myndi Páll lýsa því þannig að líf sitt væri í rúst, málið myndi hvíla á sér eins og mara. Þá myndi hann ekki treysta sér til að leita læknsiaðstoðar af ótta við það að sagan myndi endurtaka sig, og myndi ekki treysta sér til að fara í sjávarplássið á Austurlandi, þar sem honum finnist hann hafa verið gerður útlægur. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Læknafélagsins og ritstjóra Læknablaðsins, sagði meðal annars fyrir dómi að ljóst væri að mistök hefðu átt sér stað. Það hafi ekki verið ásetningur að birta upplýsingarnar í blaðinu. „Siðanefndinni er mjög umhugað um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins," sagði hún og benti á að Páll hafi verið beðinn afsökunar eins fljótt og hægt var, eftir að mistökin uppgötvuðust. Lögmaðurinn sagði að Páll hafi sjálfur haft samband við fjölmiðla, undir nafni og mynd, þar sem hann sagði að umræddur úrskurður ætti við um sig. Sigurður Kári sagði að sá rökstuðningur Læknafélagsins og ritstjóra blaðsins væri „ótrúlega ófyrirleitin" - hann væri ekki sökudólgurinn í málinu. Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag en vitnaleiðslur fóru fram í síðustu viku. Málið snýst í stuttu máli um það að síðastliðið haust birtist úrskurður siðanefndar í máli tveggja lækna, sem Páll flæktist inn í. Í deilu læknanna komu upplýsingarnar úr sjúkraskránni fram og voru þær birtar í blaðinu. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Páls, sagði fyrir dómi að málið væri einstakt og fordæmalaust - álíka mál þekkist ekki hér á landi og í öðrum löndum. „Hann er fórnarlamb alvarlegra mistaka, sem felst í því að viðkvæmar persónuupplýsingar um hann voru birtar opinberlega. Eina sem stefnandi (Páll) gerði var að leita sér læknisaðstoðar vegna meiðsla hann hafði orðið fyrir - en hann situr hinsvegar uppi með uppi með það að upplýsingar um hann eru á hvers manns vitorði," sagði Sigurður Kári. Í úrskurðinum kom nafn hans ekki fram en Sigurður Kári sagði fyrir dómara í dag, að þar hefði komið fram tiltekið óhapp sem hann varð fyrir, að tiltekið bein hafi brotnað og að óhappið hafi orðið á litlum þéttbýlisstað á Austurlandi. „Þegar allar þessar upplýsingar koma saman geta allir þeir sem þekkja hann gefið sér um hvern var að ræða." Sjálfur frétti Páll ekki af málinu fyrr en hann fékk ábendingu um að fjallað væri um úrskurðinn á vef Pressunnar. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskránni í blaðinu - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Sigurður Kári sagði að upplýsingar úr sjúkraskrám væru líklega viðkvæmustu upplýsingar sem til eru. „Þær finnast ekki persónulegri, þær geyma heilsufarssögu fólks frá vöggu til grafar," sagði hann. Þá kom fram að birtingin í blaðinu hafi haft mikil áhrif á hann sjálfur myndi Páll lýsa því þannig að líf sitt væri í rúst, málið myndi hvíla á sér eins og mara. Þá myndi hann ekki treysta sér til að leita læknsiaðstoðar af ótta við það að sagan myndi endurtaka sig, og myndi ekki treysta sér til að fara í sjávarplássið á Austurlandi, þar sem honum finnist hann hafa verið gerður útlægur. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Læknafélagsins og ritstjóra Læknablaðsins, sagði meðal annars fyrir dómi að ljóst væri að mistök hefðu átt sér stað. Það hafi ekki verið ásetningur að birta upplýsingarnar í blaðinu. „Siðanefndinni er mjög umhugað um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins," sagði hún og benti á að Páll hafi verið beðinn afsökunar eins fljótt og hægt var, eftir að mistökin uppgötvuðust. Lögmaðurinn sagði að Páll hafi sjálfur haft samband við fjölmiðla, undir nafni og mynd, þar sem hann sagði að umræddur úrskurður ætti við um sig. Sigurður Kári sagði að sá rökstuðningur Læknafélagsins og ritstjóra blaðsins væri „ótrúlega ófyrirleitin" - hann væri ekki sökudólgurinn í málinu.
Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira