Innlent

Synti tvöfalt Viðeyjarsund aðeins 17 ára gömul

Írena Líf Jónsdóttir, 17 ára stúlka úr Reykjanesbæ, synti tvöfalt Viðeyjarsund í gærkvöldi.

Fyrst synti hún út í eyjuna þar sem hún fékk sér hressingu, án þess að stíga á land, og síðan aftur til lands. Hún kom að landi laust fyrir miðnætti, og hafði þá verið í þrjár klukkustundir á sundi.

Hún stefnir að því að synda yfir Ermasundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×