Innlent

Í lífshættu eftir bílslys

Erlenda parið, sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar seint í gærkvöldi eftir bílslys á Steingrímsfjarðarheiði, liggur á gjörgæslu. Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn í lífshættu og er haldið sofandi í öndunarvél. Konan er minna slösuð. Þau eru á milli tvítugs og þrítugs.

Íslenskur karlmaður lést í slysinu en ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Parið fékk far með bílnum á leiði sinni um landið. Enn er ekki hægt að fullyrða um tildrög slyssins en þegar fréttastofa ræddi við lögreglu um hádegi í dag voru lögreglumenn og forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðarslysa á vettvangi við rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×