Rannsakar áfram þrjár nauðganir í Eyjum 8. ágúst 2012 06:30 Jóhannes Ólafsson segir fíkniefnanotkun vera orðna fylgifisk skemmtanahalds. fréttablaðið/óskar P. friðriksson Rannsókn stendur enn yfir á þremur nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eyjum voru brotin öll framin í Herjólfsdal. Einn var handtekinn í tengslum við eina nauðgunina en honum var sleppt að yfirheyrslum loknum. Á laugardagsmorgun kærði átján ára kona nauðgun. Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður var handtekinn en honum sleppt eftir að hafa neitað sök við skýrslutöku. Sautján ára gömul stúlka kærði nauðgun á sunnudagskvöld og 27 ára gömul kona á mánudagsmorgun. Lögreglan lýsir eftir vitnum að tveimur síðarnefndu brotunum. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir rannsókn á þessum málum standa enn yfir. Lögreglan á Selfossi hefur forræði í rannsókninni þó hún fari að mestu leyti fram í Eyjum. „Nú er farið yfir myndir úr öryggismyndavélakerfi,“ segir Jóhannes. „Það hefur þegar gefist vel í einu líkamsárásarmáli. Verknaðurinn þar náðist á myndband. Svo á eftir að útfæra þetta betur, fjölga vélum og breyta sjónarhorni á þeim.“ Þá hafa aldrei komið upp fleiri fíkniefnamál á Þjóðhátíð í Eyjum. Þau voru 52 yfir alla helgina og segir lögreglan þar breyttar áherslur í eftirliti ástæðu þess að fleiri mál koma upp. „Þetta virðist vera orðinn fylgifiskur skemmtanahalds. Við getum tekið sem dæmi hátíð sem haldin var á Suðurlandi þar sem kom upp fjöldi fíkniefnamála líka,“ segir Jóhannes. Hann segir flest efnin sem gerð voru upptæk hafa verið í neysluskömmtum – marijúana, kókaín, amfetamín og eitthvað af ofskynjunarsveppum.- bþh Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Rannsókn stendur enn yfir á þremur nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eyjum voru brotin öll framin í Herjólfsdal. Einn var handtekinn í tengslum við eina nauðgunina en honum var sleppt að yfirheyrslum loknum. Á laugardagsmorgun kærði átján ára kona nauðgun. Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður var handtekinn en honum sleppt eftir að hafa neitað sök við skýrslutöku. Sautján ára gömul stúlka kærði nauðgun á sunnudagskvöld og 27 ára gömul kona á mánudagsmorgun. Lögreglan lýsir eftir vitnum að tveimur síðarnefndu brotunum. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir rannsókn á þessum málum standa enn yfir. Lögreglan á Selfossi hefur forræði í rannsókninni þó hún fari að mestu leyti fram í Eyjum. „Nú er farið yfir myndir úr öryggismyndavélakerfi,“ segir Jóhannes. „Það hefur þegar gefist vel í einu líkamsárásarmáli. Verknaðurinn þar náðist á myndband. Svo á eftir að útfæra þetta betur, fjölga vélum og breyta sjónarhorni á þeim.“ Þá hafa aldrei komið upp fleiri fíkniefnamál á Þjóðhátíð í Eyjum. Þau voru 52 yfir alla helgina og segir lögreglan þar breyttar áherslur í eftirliti ástæðu þess að fleiri mál koma upp. „Þetta virðist vera orðinn fylgifiskur skemmtanahalds. Við getum tekið sem dæmi hátíð sem haldin var á Suðurlandi þar sem kom upp fjöldi fíkniefnamála líka,“ segir Jóhannes. Hann segir flest efnin sem gerð voru upptæk hafa verið í neysluskömmtum – marijúana, kókaín, amfetamín og eitthvað af ofskynjunarsveppum.- bþh
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira