Innlent

Sina brennur á þriggja hektara svæði - vilja aðstoð þyrlunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sina brennur á gríðarlega stóru svæði í Laugardalnum.
Sina brennur á gríðarlega stóru svæði í Laugardalnum. mynd/ ómar már jónsson.
Vonast er til þess að aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar fáist til þess að slökkva í sinu sem logar á hátt í þriggja hektara svæði í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Sinan hefur verið að brenna frá því á föstudag.

„Við héldum þegar við lukum störfum um miðnætti í gær að það væri farið að sjá fyrir endann á þessu en síðan hefur verið hvasst í dag og það er það sem eldurinn nærist á, það er vindur," segir Ómar Már Jónsson, bæjarstjóri á Súðavík. Því hefur fjöldi slökkviliðsmanna verið að störfum í allan morgun.



Unnið er hörðum höndum að því að slökkva eldinn.mynd/ ómar.
„Það var fyrirhugað að þyrlan kæmi í morgun en þá kom útkall þarna austur fyrir land. Þeir eru því í hvíld til þrjú og fara síðan að gera sig klára og koma þyrlunni vestur og hjálpa til við slökkvistarf," segir Ómar í samtali við Vísi. Þá standi til að nota haugsugu frá bóndanum á Látrum

Ómar segir að stórt svæði, eða um tveir og hálfur til þrír hektarar sem hafa brunnið. „Við töldum í gær að það væri helmingur svæðiisins sem væri endanlega slökknaður," segir Ómar. Svo reyndist þó ekki vera í morgun og segir Ómar að menn vonist nú til þess að veðurspáin gangi eftir svo það fari að rigna hressilega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×