Innlent

Löggan komin á Instagram

Birkir Blær Ingólfsson skrifar
Lögreglan bætir í á samfélagsmiðlum.
Lögreglan bætir í á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hér eftir yrðu þeir virkir á Instagram, sem er ljósmyndaforrit sem notað er á snjallsímum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í ár tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum og með innreið sinni á Instagram bætir hún enn í vopnabúr sitt á þeim vígvelli.

Á facebook síðu lögreglunnar spunnust nokkrar umræður um þetta uppátæki hennar. Meðal annars vaknaði sú spurning hvort Iphone væri orðinn nýr staðalbúnaður hjá lögreglumönnum.

„Ef það væri nú svo gott. Nei, það er víst ekki þannig," svaraði lögreglan og útskýrði að lögreglumenn sem tækju þátt í verkefninu myndu nota sína eigin síma til þess.

Hægt er að skoða myndir lögreglunnar á facebook síðu hennar undir flipanum Instagram LRH. Instagram notendur geta fundið myndirnar undir notendanafninu: Logreglan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.