Innlent

Ungur maður rændi veski af níræðri konu

BBI skrifar
91 árs gömul kona var rænd í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist ræninginn hafa fylgst með ferðum konunnar.

Lögregla hefur enn ekki haft hendur í hári þessa ósvífna ræningja en hann er ungur maður. Hann hafði af konunni veski sem innihélt 10 þúsund krónur og greiðslukort. Konunni heilsast vel eftir atvikum en henni var nokkuð brugðið eftir uppákomuna að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×