Innlent

Ferðalag í anda Indiana Jones

Síðastliðin þrettán ár hefur Gary ferðast um heiminn og segist vera ferðalangur að atvinnu. Hann reynir að vera ekki lengur en hálft ár í hverju landi en hefur ílengst í Reykjavík í tæp þrjú ár. Tímanum hefur hann varið í skipulagningu Afríkureisunnar.

"Undanfarið hef ég verið að gera upp trukkinn. Ég vinn á kaffihúsi, yfirmaður minn verður líklega ekki ánægður að lesa þetta, en ég ver eins miklum tíma og ég get í tölvunni við að undirbúa ferðina, þegar lítið er að gera. Ég hef verið í sambandi við fólk þarna úti sem getur hjálpað okkur með gistingu og vegabréfsáritanir og fleira. Pappírsvinnan er í raun flóknasti hluti ferðarinnar."

Hópurinn mun ekki stunda sjálfboðavinnu á leiðinni heldur er markmiðið einfaldlega að komast alla leið. Flest fyrirtæki sem skipuleggja slíkar ferðir þurfa að láta ferja bílana hluta af leiðinni en hópurinn ætlar að reyna að komast hjálparlaust alla leið.

"Okkar bíll er dálítið minni en þeir sem eru venjulega notaðir svo hann ætti að geta komist yfir slæmu vegina þarna úti, en vegirnir þarna eru virkilega slæmir," segir Gary.

Hópurinn er ekki fullskipaður svo það er enn pláss fyrir fólk sem vill koma með. Það eru um það bil fimm komnir nú þegar en áætlað er að taka fimmtán manna hóp með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×