Kaupfélagið sem má ekki heita Kaupfélag 8. ágúst 2012 03:15 Það var hálfgerð sveitaballastemning við opnun Kjörbúðarinnar enda hefur verið verslunarlaust á svæðinu í átta ár. mynd/Karítas Friðriksdóttir „Það var bara hálfgerð sveitaballastemning við opnunina,“ segir Andrea Vigfúsdóttir en hún opnaði ásamt eiginmanni sínum, Jóni Eysteini Bjarnasyni, verslun á Óspakseyri við Bitrufjörð í síðustu viku. Hún ber heitið Kjörbúðin og er í húsi Kaupfélags Bitrufjarðar sem lokað var árið 2004 og hefur síðan þá engin verslun verið á svæðinu. „Það hefur því verið langt að fara fyrir fólk að versla,“ segir Andrea og bætir við að rúmir fimmtíu kílómetrar séu til Hólmavíkur en margir á svæðinu kjósi að fara um hundrað kílómetra leið til að kaupa inn í Borgarnesi. Fyrir tveimur árum var lagður vegur um Arnkötludal og Gautsdal, svokallaðir Þröskuldar, sem styttir leiðina umtalsvert frá Vesturlandi og til Stranda en sá vegur sker einnig Bitrufjörð úr leið. Þetta er þó engin fyrirstaða í augum verslunarfólksins en Andrea segir að fyrst um sinn hafi dregið nokkuð úr umferð við Bitrufjörð en hún sé þó með mesta móti nú í sumar. En fleira gengur verslunarmönnunum til því kjörbúðin mun væntanlega hafa nokkuð félagslegt gildi. „Hér er enginn skóli, félagsheimili eða annar vettvangur þar sem fólk hittist þannig að nú getur það komið hingað og tekið púlsinn á mannlífinu,“ segi hún. Í versluninni er einnig upplýsingamiðstöð og segja má menningasetur því þar verða myndlistarsýningar, tónleikar og aðrar menningarlegar uppákomur. Einnig er hægt að fara þar á veraldarvefinn. Hún segir að fólk hafi komið víða að til að vera viðstatt opnunina og að margir hafi orðið glaðir yfir að sjá líf glæðast í þessu sögufræga húsi. „Það töluðu margir um það að kaupfélagið væri að opna aftur. Við ætluðum reyndar að láta búðina heita Kaupfélag Bitrufjarðar en það má víst ekki samkvæmt nýjum reglum nema ef verslunin er rekin eins og kaupfélag en það breytir því ekki að heimamenn kalla þetta kaupfélagið í daglegu tali.“ Það fer vel á því að verslunarsaga Bitrufjarðar taki kipp á þessu ári en í ár eru einmitt liðin hundrað ár frá því að verslun var þar opnuð í fyrsta sinn. Það var Metúsalem Jóhannsson sem þá reið á vaðið en samkvæmt umfjöllun fréttavefsins Strandir.is varð fram að þeim tíma að leggja inn pöntun hjá Dalafélaginu sem hafði umsvif víðar en í Dalasýslu. jse@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Það var bara hálfgerð sveitaballastemning við opnunina,“ segir Andrea Vigfúsdóttir en hún opnaði ásamt eiginmanni sínum, Jóni Eysteini Bjarnasyni, verslun á Óspakseyri við Bitrufjörð í síðustu viku. Hún ber heitið Kjörbúðin og er í húsi Kaupfélags Bitrufjarðar sem lokað var árið 2004 og hefur síðan þá engin verslun verið á svæðinu. „Það hefur því verið langt að fara fyrir fólk að versla,“ segir Andrea og bætir við að rúmir fimmtíu kílómetrar séu til Hólmavíkur en margir á svæðinu kjósi að fara um hundrað kílómetra leið til að kaupa inn í Borgarnesi. Fyrir tveimur árum var lagður vegur um Arnkötludal og Gautsdal, svokallaðir Þröskuldar, sem styttir leiðina umtalsvert frá Vesturlandi og til Stranda en sá vegur sker einnig Bitrufjörð úr leið. Þetta er þó engin fyrirstaða í augum verslunarfólksins en Andrea segir að fyrst um sinn hafi dregið nokkuð úr umferð við Bitrufjörð en hún sé þó með mesta móti nú í sumar. En fleira gengur verslunarmönnunum til því kjörbúðin mun væntanlega hafa nokkuð félagslegt gildi. „Hér er enginn skóli, félagsheimili eða annar vettvangur þar sem fólk hittist þannig að nú getur það komið hingað og tekið púlsinn á mannlífinu,“ segi hún. Í versluninni er einnig upplýsingamiðstöð og segja má menningasetur því þar verða myndlistarsýningar, tónleikar og aðrar menningarlegar uppákomur. Einnig er hægt að fara þar á veraldarvefinn. Hún segir að fólk hafi komið víða að til að vera viðstatt opnunina og að margir hafi orðið glaðir yfir að sjá líf glæðast í þessu sögufræga húsi. „Það töluðu margir um það að kaupfélagið væri að opna aftur. Við ætluðum reyndar að láta búðina heita Kaupfélag Bitrufjarðar en það má víst ekki samkvæmt nýjum reglum nema ef verslunin er rekin eins og kaupfélag en það breytir því ekki að heimamenn kalla þetta kaupfélagið í daglegu tali.“ Það fer vel á því að verslunarsaga Bitrufjarðar taki kipp á þessu ári en í ár eru einmitt liðin hundrað ár frá því að verslun var þar opnuð í fyrsta sinn. Það var Metúsalem Jóhannsson sem þá reið á vaðið en samkvæmt umfjöllun fréttavefsins Strandir.is varð fram að þeim tíma að leggja inn pöntun hjá Dalafélaginu sem hafði umsvif víðar en í Dalasýslu. jse@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira