Innlent

Íslendingar bera sig vel þrátt fyrir tapið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Viðbrögð Íslendinga við niðurstöðum í átta liða úrslitum voru að sjálfsögðu vonbrigði. Eins og kunnugt er tapaði íslenska landsliðið fyrir Ungverjum í tvíframlengdum leik og eru því á heimleið. Eins og venja er lýstu margir áhorfendur hugsunum sínum á facebook- og twittersíðum sínum á meðan að á leiknum stóð og skömmu eftir hann.



Sólmundur Hólm Sólmundarson skemmtikraftur og sjónvarpsmaður:

Ungverski þjálfarinn minnir mig á stelpu sem ég var með í sex ára bekk.

Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður á RÚV:

Þessar TV auglýsingar með landsliðsmönnunum eru ekki eins kúl eftir tapleiki.

Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2:

Ég trúi þessu ekki.

Atli Már Gylfason útvarpsmaður og þúsundþjalasmiður:

Eina skrúðgangan niður Laugaveginn þetta árið verður GayPride!

Daníel Geir Moritz útvarpsmaður:

Við unnum miðað við höfðatölu!

Baldur Beck blaðamaður á Séð og heyrt:

Það hressir mann við að skipta yfir á Dollvélina lýsa kúluvarpi "kvenna" - Ekki hægt að vera í þungu skapi yfir því

Stígur Helgason blaðamaður á Fréttablaðinu:

Ef við töpum þessum leik þá fer ég ekkert út úr húsi í dag þótt ég eigi engan mat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×