Innlent

Gistinóttum fjölgar mikið

Mynd úr safni. Hótelherbergi.
Mynd úr safni. Hótelherbergi.
Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 13 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Alls voru þær 202.500 í ár, en 178.800 í fyrra, að því er kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands. Með gistinóttum er átt við útleigu á herbergjum í eina nótt. Erlendir gestir eru 86 prósent þeirra sem gista á hótelum, en innlendum sem erlendum gestum fjölgaði um þrettán prósent.

Mest er fjölgunin á Austurlandi, eða nítján prósent, en á höfuðborgarsvæðinu nam hún 15 prósentum. Minnst var fjölgunin á Norðurlandi, eða fjögur prósent.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×