Innlent

Læknir fyrstur á vettvang eftir slys á Dettifossvegi

GS skrifar
Dettifoss. Slysið varð á Dettifossvegi.
Dettifoss. Slysið varð á Dettifossvegi.
Það var lán í óláni hjá tveimur erlendum ferðamönnum, sem kenndu sér meins eftir útafakstur af Dettifossvegi í gærkvöldi, að maður í fyrsta bíl sem bar að, var erlendur læknir. Hann hlúði þegar að fólkinu og íslendingur sem kom svo á vettvang, túlkaði allar upplýsingar hans um líðan fólksins til starfmanna Neyðarlínunnar, sem ráðfærðu sig við lækna á Húsavík. Sjúkrabíll var sendur eftir fólkinu og flutti það á sjúkrahúsið á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×