Innlent

Ögmundur afhjúpar nýtt minnismerki um Hrafna-Flóka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson ætlar að afhjúpa nýtt minnismerki á laugardaginn.
Ögmundur Jónasson ætlar að afhjúpa nýtt minnismerki á laugardaginn. mynd/ gva.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, mun á laugardaginn vígja nýjan minnisvarða um Hrafna Flóka sem nam land á milli Reykjarhóls og Flókadalsár í Fljótum. Minnisvarðinn stendur á mótum Siglufjarðarvegar og Flókadalsvegar vestari. Það er hópur áhugamanna um uppbyggingu í Fljótum sem stendur að gerð minnisvarðans um þennan fræga landnámsmann sem gaf landinu nafnið Ísland. Hönnuður minnisvarðans er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×