Innlent

Skipverji fékk hjartaáfall

Skipverji á skemmtiferðaskipinu Saga Sapphire fékk hjartaáfall þegar skipið var statt út af Langanesi í gærkvöldi á leið sinni frá Seyðisfirði til Akureyrar.

Kallað var eftir þyrlu Gæslunnar, sem sótti manninn, en þar sem hún þurfti að taka eldsneyti á Akureyri á baka leiðinni, var ákveðið að flytja sjúklinginn þar yfir í sjúkraflugvél sem flutti hann til Reykjavíkur, þangað sem komið var laust fyrir klukkan tvö í nótt og gekkst hann þegar undir aðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×