Þarf að skoða þjálfun sundlaugarvarða HA skrifar 8. ágúst 2012 12:32 Herdís Storgaard verkefnisstjóri barnaslysavarna. Herdís Storgaard verkefnastjóri barnaslysavarna segir áhyggjuefni að í langflestum tilfellum komi gestir sundlauga börnum til bjargar sem hafa nærri drukknað en ekki starfsmenn lauganna. Skoða þurfi vandlega öryggisráðstafanir sundlauga og þjálfun sundlaugarvarða. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að tveir tólf ára piltar hafi naumlega bjargað sex ára dreng frá drukknun í sundlaug Akureyrar fyrir helgi. Að sögn forsvarsmanns laugarinnar hafði drengurinn barist við að ná andanum í um þrjár mínútur með fólk allt í kringum sig sem ekki tók eftir því hvað amaði að. Herdís Storgaard verkefnastjóri barnaslysavarna segir áhyggjuefni að gestir lauganna séu að koma börnum til bjargar við þessar aðstæður en ekki starfsmenn þeirra. „Í hvert skipti sem það verður drukknun eða nærri því drukknun þá eru það alltaf gestirnir sem finna viðkomandi og þetta veldur mér áhyggjum. Þetta sýnir mér það ef ég horfi á þetta með forvarnargleraugum að fyrsta stigs forvarnir á sundstöðunum eru ekki að virka," segir Herdís. „Auðvitað eru starfsmenn þjálfaðir í því að geta brugðist við og kunna sérhæfða skyndihjálp ef með þarf en markmið öryggisreglnanna er fyrst og fremst að þeir komist aldrei í þá aðstöðu að þurfa nota hana," bætir hún við. Síðustu tæp tuttugu ár hefur drukknunartilfellum í sundlaugum fækkað um 65%. Þótt ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá foreldrum segir Herdís brýnt að þjálfa þurfi starfsmenn lauganna ennbetur. Auk þess þurfi að fjölga sundlaugarvörðum í takt við fjölgun gesta í sundlaugum hverju sinni. „Þó mikið sé af myndavélum í sundlaugunum þá hef ég skoðað nokkrar laugar og þar hefur komið í ljós að mikið er af gráum svæðum. Kannski hefur sá sem rekur laugina ekki vitneskju um þessi gráu svæði því annars væri búið að lagfæra þetta. Gera þarf áhættumat á eftirlitinu í sundlaugum og það er ekki nóg að hafa einhvern til að fylgjast með myndavélunum, það þarf einhver að vera úti á bakkanum," segir Herdís að lokum. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Herdís Storgaard verkefnastjóri barnaslysavarna segir áhyggjuefni að í langflestum tilfellum komi gestir sundlauga börnum til bjargar sem hafa nærri drukknað en ekki starfsmenn lauganna. Skoða þurfi vandlega öryggisráðstafanir sundlauga og þjálfun sundlaugarvarða. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að tveir tólf ára piltar hafi naumlega bjargað sex ára dreng frá drukknun í sundlaug Akureyrar fyrir helgi. Að sögn forsvarsmanns laugarinnar hafði drengurinn barist við að ná andanum í um þrjár mínútur með fólk allt í kringum sig sem ekki tók eftir því hvað amaði að. Herdís Storgaard verkefnastjóri barnaslysavarna segir áhyggjuefni að gestir lauganna séu að koma börnum til bjargar við þessar aðstæður en ekki starfsmenn þeirra. „Í hvert skipti sem það verður drukknun eða nærri því drukknun þá eru það alltaf gestirnir sem finna viðkomandi og þetta veldur mér áhyggjum. Þetta sýnir mér það ef ég horfi á þetta með forvarnargleraugum að fyrsta stigs forvarnir á sundstöðunum eru ekki að virka," segir Herdís. „Auðvitað eru starfsmenn þjálfaðir í því að geta brugðist við og kunna sérhæfða skyndihjálp ef með þarf en markmið öryggisreglnanna er fyrst og fremst að þeir komist aldrei í þá aðstöðu að þurfa nota hana," bætir hún við. Síðustu tæp tuttugu ár hefur drukknunartilfellum í sundlaugum fækkað um 65%. Þótt ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá foreldrum segir Herdís brýnt að þjálfa þurfi starfsmenn lauganna ennbetur. Auk þess þurfi að fjölga sundlaugarvörðum í takt við fjölgun gesta í sundlaugum hverju sinni. „Þó mikið sé af myndavélum í sundlaugunum þá hef ég skoðað nokkrar laugar og þar hefur komið í ljós að mikið er af gráum svæðum. Kannski hefur sá sem rekur laugina ekki vitneskju um þessi gráu svæði því annars væri búið að lagfæra þetta. Gera þarf áhættumat á eftirlitinu í sundlaugum og það er ekki nóg að hafa einhvern til að fylgjast með myndavélunum, það þarf einhver að vera úti á bakkanum," segir Herdís að lokum.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira