Innlent

Bændur ánægðir með uppskeru þrátt fyrir þurrka

BBI skrifar
Myndin er tekin í skólagörðum og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er tekin í skólagörðum og tengist fréttinni ekki beint. Mynd/GVA
Grænmetisbændur í uppsveitum Árnessýslu eru sammála um að þrátt fyrir mikinn þurrk í nánast allt sumar stefni engu að síður í góða uppskeru. Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kemur út á morgun.

Bændur eru sammála um að þetta sé hlýindunum að þakka, en taka jafnframt fram að þeir hafi mátt hafa fyrir því að ná svo góðri uppskeru í hús í þurrkunum. Garðarnir hafi þurft mikla vökvun og í einhverjum tilvikum hafi bændur fjárfest í vökvunarbúnaði.

Frá uppsveitum Árnessýslu koma tæplega 80% af allri grænmetisframleiðslu á Íslandi. Allflestar grænmetistegundir sem þar eru ræktaðar eru þegar komnar á markað, meira að segja blómkálið sem er sú tegund sem iðulega skilar sér síðast í verslanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×