Fótbolti

Mörkin sem koma til greina sem fallegasta mark ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sérfræðingar og meðlimir í framkvæmdanefnd FIFA hafa nú tilnefnt þau tíu mörk sem koma til greina sem fallegasta markið á þessu ári en sigurvegarinn hlýtur FIFA Puskás verðlaunin.

Gestir á FIFA-síðunni geta nú kosið um hvaða mark þeir vilja fá áfram en þrjú efstu mörkin komast síðan í úrslit þar sem verður síðan kosið á milli þeirra um hvert þeirra er fallegasta mark fótboltaársins.

Hatem Ben Arfa hjá Newcastle á eitt markanna sem komast á tíu marka listann og keppir þar við stórstjörnur eins og þá Lionel Messi, Neymar og Falcao. Það eru líka minna þekktir knattspyrnumenn sem komast á listann á þessu ári.

Neymar skoraði fallegasta markið árið 2011, Hamit Altıntop fékk verðlaunin árið 2010 og mark Cristiano Ronaldo var kosið þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn árið 2009.

Það er hægt að sjá öll mörkin með því að smella hér fyrir ofan og kjósa sitt uppáhaldsmark með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×