Fótbolti

Níu breytingar á byrjunarliði Íslands | Leikurinn á netinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Bjarnason í leiknum gegn Sviss.
Birkir Bjarnason í leiknum gegn Sviss. Mynd/Vilhelm
Lars Lagerbäck hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Andorra í vináttulandsleik ytra í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 en alls gerir Lagerbäck átta breytingar á liðinu frá síðasta leik. Þá tapaði Ísland fyrir Sviss, 2-0, í undankeppni HM 2014.

Hannes Þór Halldórsson er í markinu og Birkir Bjarnason í sókninni og eru þeir einu sem voru í byrjunarliðinu gegn Sviss. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, kemur aftur inn eftir leikbann.

Nokkrir leikmenn eru frá vegna meiðsla, þeirra á meðal Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason, Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson.

Knattspyrnusamband Andorra mun sýna beint frá leiknum á heimasíðu sinni.

Uppfært 18.10: Svo virðist sem að útsendingin hafi dottið út.

Uppfært 18.20: Samkvæmt Facebook-síðu KSÍ var hætt við útsendinguna þar sem ekki var búið að ganga frá samningum um sjónvarpsrétt.

Byrjunarlið Íslands:

Mark:

Hannes Þór Halldórsson

Vörn:

Birkir Már Sævarsson

Sölvi Geir Ottesen

Hjálmar Jónsson

Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðja:

Rúnar Már Sigurjónsson

Ólafur Ingi Skúlason

Aron Einar Gunnarsson

Jóhann Berg Guðmundsson

Sókn:

Birkir Bjarnason

Matthías Vilhjálmsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×