Fótbolti

Frakkar unnu Ítali | Úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bafétimbi Gomis skoraði sigurmark Frakka.
Bafétimbi Gomis skoraði sigurmark Frakka. Nordic Photos / Getty Images
Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram í dag og í kvöld. Frakkland gerði vel með því að vinna 2-1 sigur á Ítalíu á útivelli.

Ítalir komust yfir með marki Stephen El Shaarawy á 35. mínútu en Mathieu Valbuena jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Bafétimbi Gomis skoraði svo sigurmark Frakka á 67. mínútu.

Holland og Þýskaland skildu jöfn í markalausum leik í Amsterdam. Leikurinn var lítið fyrir augað og afar fátt markvert sem gerðist í honum.

Danir gerðu 1-1 jafntefli við Tyrki á útivelli en Nicklas Bendtner skoraði mark Dana úr vítaspyrnu.

Þess má svo geta að Luis Suarez, leikmaður Liverpool, skoraði eitt marka Úrúgvæ í 3-1 sigri á Póllandi.

Úrslit í kvöld:

Rússland - Bandaríkin 2-2

Búlgaría - Úkraína 0-1

Tékkland - Slóvakía 3-0

Kýpur - Finnland 0-3

Makedónía - Slóvenía 3-2

Sádí-Arabía - Argentína 0-0

Alsír - Bosnía 0-1

Túnis - Sviss 1-2

Liechtenstein - Malta 0-1

Ísrael - Hvíta-Rússland 1-2

Rúmenía - Belgía 2-1

Síle - Serbía 1-3

Tyrkland - Danmörk 1-1

Lúxemborg - Skotland 1-2

Holland - Þýskaland 0-0

Svíþjóð - England 4-2

Austurríki - Fílabeinsströndin 0-3

Ungverjaland - Noregur 0-2

Gabon - Portúgal 2-2

Pólland - Úrúgvæ 1-3

Írland - Grikkland 0-1

Albanía - Kamerún 0-0

Ítalía - Frakkland 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×