Innlent

Framhaldsskólakennari vill á þing

Þórhalla Arnardóttir framhaldsskólakennari gefur kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokkisins í Reykjavík
Þórhalla Arnardóttir framhaldsskólakennari gefur kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokkisins í Reykjavík
Þórhalla Arnardóttir framhaldsskólakennari gefur kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokkisins í Reykjavík sem fram fer 24. nóvember næstkomandi. Þórhalla hefur verið framhaldsskólakennari síðan 2007 og hefur einnig kennt í grunnskóla til fjölda ára. Hún er með sjúkraliðamenntun, B.ed kennarapróf, diplómu í stjórnun og fræðslu, M.paed í líffræði og diplómu í verkefnastjórnun.

„Skuldavandi heimilanna er mein í okkar samfélagi sem þarf að uppræta. Það þarf að leiðrétta skuldastöðu heimila þar sem eignabruni hefur átt sér stað. Ísland er eina OECD ríkið sem verðtryggir skuldir heimilanna.

Menntakerfið okkar þarf á innspýtingu að halda. Endurskoða þarf í heild sinni það menntakerfi sem við búum við í dag og tryggja þarf samfellu og samvinnu á milli allra skólastiga. Auka þarf sveigjanleika og frelsi í starfsumhverfi skólanna og einnig þarf að hagræða á háskólastiginu.

Íslenskt atvinnulíf og samfélag þarf á orku að halda, en það er mikilvægt að stíga varlega til jarðar í virkjunarmálum. Auknir skattar eru ekki til þess fallnir að ýta undir að hjól atvinnulífsins fari almennilega í gang þar sem nýsköpun og sprotafyrirtæki eiga erfitt með að finna sér farveg í þessu skattaumhverfi," segir í tilkynningu frá henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×