Fótbolti

Ronaldo getur ekki spilað með Portúgal

Ronaldo fékk skurð við augað.
Ronaldo fékk skurð við augað.
Margar af stærstu stjörnum Evrópuboltans hafa dregið sig úr vináttulandsleikjunum í vikunni. Cristiano Ronaldo er þar á meðal.

Hann varð fyrir meiðslum í andliti í leik Real Madrid um helgina og hefur af þeim sökum dregið sig úr landsliðshópi Portúgala sem mætir Gabon.

"Hann var ringlaður eftir leikinn og sá illa. Hann mun þurfa að fara í rannsóknir á spítala," sagði Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid.

Þetta eru væntanlega mikil vonbrigði fyrir leikmenn Gabon sem var eflaust búið að hlakka til að spila við Ronaldo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×