Fótbolti

Ancelotti segir dómara leggja sitt lið í einelti

Carlo Ancelotti, þjálfari PSG, er ekki sáttur við dómarann Clement Turpin sem hann segir hafa horn í síðu félagsins. Turpin rak Mamadou Sakho af velli eftir aðeins 10 mínútur í 1-1 jafnteflisleik PSG og Montpellier í gær.

"Ég held að það sé komið upp vandamál með herra Turpin. Þetta var þriðja rauða spjaldið sem við fáum frá honum og verður seint sagt að við séum gróft lið," sagði Ancelotti.

"Við berum virðingu fyrir andstæðingnum sem og dómaranum. Ég bið aðeins um að við fáum sömu virðingu á móti. Sakho braut ekki einu sinni af sér en fékk rauða spjaldið. Nú er nóg komið. Við getum ekki setið undir svona dómgæslu lengur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×