Spánarmeistarar Real Madrid halda áfram að valda stuðningsmönnum sínum vonbrigðum í upphafi leiktíðar. Liðið tapaði 1-0 á útivelli gegn Sevilla í kvöld.
Hinn pólskættaði Þjóðverji, Piotr Trochowski, skoraði eina mark leiksins strax á 2. mínútu.
Sevilla lyfti sér upp í 3. sætið með sigrinum. Liðið hefur átta stig en Barcelona er á toppnum með tólf stig.
Real Madrid tapaði sínum öðrum leik á leiktíðinni. Liðið hefur aðeins fjögur stig að loknum fjórum leikjum og er í 10. sæti deildarinnar.
Eftir fjórar umferðir munar því átta stigum á erkifjendunum Barcelona og Real Madrid.
Gengur ekkert hjá Real Madrid | Átta stigum á eftir Barcelona
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn