Innlent

Dópaður innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/ hag.
Brotist var inn í heimahús í austurborginni í morgun, en engu var stolið. Innbrotsþjófurinn sást hlaupa á brott frá vettvangi. Sá grunaði fannst nokkru seinna, en hann var undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann gistir nú í fangaklefa. Tekin verður skýrsla af viðkomandi þegar víman er runnin af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×