Innlent

Í fótspor frumbyggja í dag

Viðey
Viðey
Gestum í Viðey verður í dag boðið að setja sig í fótspor frumbyggja. Skátarnir í Landnemum kenna áhugasömum að reisa skýli, kveikja eld og ýmislegt annað sem nauðsynlegt er fyrir frumbyggja að kunna skil á. Þá verður einnig efnt til fjársjóðsleitar í formi ratleiks og flugdrekaeigendum stefnt saman með það að markmiði að slá Íslandsmet í flugdrekaflugi sem sett var í Viðey fyrir tveimur árum. Dagskráin hefst klukkan hálf þrjú og lýkur hálf fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×