Innlent

Dælubílar tvisvar í útkall

BBI skrifar
Dælubílar slökkviliðsins voru tvisvar kallaðir út í nótt. Annars vegar barst brunaboð frá Landspítalanum í nótt en þar reyndist engin hætta vera á ferðum. Hins vegar gleymdist pottur á eldavél að Funahöfða í Árbæ, slökkviliðið kom á svæðið og reykræsti húsnæðið. Þar fyrir utan var talsverður erill í sjúkraflutningum en alls voru sjúkraflutningamenn kallaðir út 35 sinnum sem er nokkuð yfir meðallagi samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×