Innlent

Vill bændur á YouTube

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Borgarbúar hvarvetna í heiminum þekkja oft lítið sem ekkert til landbúnaðarframleiðslu. Þeir skilja því oft ekki sjónarmið bænda. Kanadískur prófessor við háskólann í Colorado er með lausnina við þessum vanda. Hann ráðleggur bændum að nota YouTube til að kynna sjálfa sig og framleiðslu sína.

Með því að taka myndbönd af störfum sínum til sveita og dreifa á YouTube segir prófessorinn að auðvelt sé að koma sjónarmiðum bænda á framfæri, kynna landbúnað fyrir borgarbúum og brúa það bil sem kann að hafa myndast milli borgarbúa og landsbyggðarbúa í heiminum.

Á vef Landssambands Kúabænda er rætt um nýlegt myndband frá þremur bandarískum bændum sem hefur náð til tæpra sex milljóna manna á hálfum mánuði. Starfsmenn Landssamband kúabænda bíða spenntir eftir íslenskum gjörningi á þessu sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×