Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður" 22. desember 2012 10:29 Lilja Mósesdóttir alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við þingkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Þar segir hún að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún þurfti síðastliðið haust. „Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður. Miklar undirtektir með málflutningi mínum um fjármálakreppuna og stuðningur við hugmyndir mínar að lausnum hennar varð hins vegar til þess að ég bauð fram krafta mína í síðustu alþingskosningum. Ég er afar þakklát fyrir tækifærið sem kjósendur gáfu mér með kjöri mínu til að móta umræðuna og leggja fram lausnir á efnahagsvandanum sem tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands," segir Lilja. „Því ber ekki að leyna að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með skort á umbyrðarlyndi á þingi og í pólitískri umræðu gagnvart óhefðbundnum skoðunum og faglegum lausnum á fordæmalausum efnahagsvanda í kjölfar hrunsins. Persónulegur metnaður hefur oftar en ekki staðið í vegi fyrir samstöðu og samvinnu meðal pólitískra samherja um framgang mikilvægra mála á þingi." Þá segist hún að síðastliði haust hafi hún ákveðið að gefa þjóðinni áframhaldandi tækifæri til að styðja mig til setu á Alþingi en sá stuðningur sem hún þurfti kom ekki og því hafi hún ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri „Ég mun því að afloknum alþingiskosningum snúa mér aftur að sérfræðistörfum innan eða utan háskólageirans. Á þeim vettvangi mun fagþekking mín nýtast betur en í umhverfi þar sem tillögur fá ekki faglega eða efnislega meðferð ógni þær á einhvern hátt flokkspólitískum hagsmunum. Ég þakka kjósendum mínum, pólitískum samherjum og samstarfsfólki í SAMSTÖÐU flokki lýðræðis og velferðar fyrir ómetanlegan stuðning við málflutning minn og störf mín á Alþingi fram til þessa. Íslenskt samfélag er, þrátt fyrir efnahagshrun, fast í greipum fámenns valdakjarna stjórnmálanna, atvinnulífsins og embættiskerfisins. Aðeins samstaða þjóðarinnar um grundvallarbreytingar er þess megnug að brjóta á bak aftur hagsmunakerfið sem leiddi til hrunsins og kom í veg fyrir réttláta skiptingu byrða fjármálakreppunnar.," segir Lilja. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Lilja Mósesdóttir alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við þingkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Þar segir hún að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún þurfti síðastliðið haust. „Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður. Miklar undirtektir með málflutningi mínum um fjármálakreppuna og stuðningur við hugmyndir mínar að lausnum hennar varð hins vegar til þess að ég bauð fram krafta mína í síðustu alþingskosningum. Ég er afar þakklát fyrir tækifærið sem kjósendur gáfu mér með kjöri mínu til að móta umræðuna og leggja fram lausnir á efnahagsvandanum sem tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands," segir Lilja. „Því ber ekki að leyna að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með skort á umbyrðarlyndi á þingi og í pólitískri umræðu gagnvart óhefðbundnum skoðunum og faglegum lausnum á fordæmalausum efnahagsvanda í kjölfar hrunsins. Persónulegur metnaður hefur oftar en ekki staðið í vegi fyrir samstöðu og samvinnu meðal pólitískra samherja um framgang mikilvægra mála á þingi." Þá segist hún að síðastliði haust hafi hún ákveðið að gefa þjóðinni áframhaldandi tækifæri til að styðja mig til setu á Alþingi en sá stuðningur sem hún þurfti kom ekki og því hafi hún ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri „Ég mun því að afloknum alþingiskosningum snúa mér aftur að sérfræðistörfum innan eða utan háskólageirans. Á þeim vettvangi mun fagþekking mín nýtast betur en í umhverfi þar sem tillögur fá ekki faglega eða efnislega meðferð ógni þær á einhvern hátt flokkspólitískum hagsmunum. Ég þakka kjósendum mínum, pólitískum samherjum og samstarfsfólki í SAMSTÖÐU flokki lýðræðis og velferðar fyrir ómetanlegan stuðning við málflutning minn og störf mín á Alþingi fram til þessa. Íslenskt samfélag er, þrátt fyrir efnahagshrun, fast í greipum fámenns valdakjarna stjórnmálanna, atvinnulífsins og embættiskerfisins. Aðeins samstaða þjóðarinnar um grundvallarbreytingar er þess megnug að brjóta á bak aftur hagsmunakerfið sem leiddi til hrunsins og kom í veg fyrir réttláta skiptingu byrða fjármálakreppunnar.," segir Lilja.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira