Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður" 22. desember 2012 10:29 Lilja Mósesdóttir alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við þingkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Þar segir hún að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún þurfti síðastliðið haust. „Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður. Miklar undirtektir með málflutningi mínum um fjármálakreppuna og stuðningur við hugmyndir mínar að lausnum hennar varð hins vegar til þess að ég bauð fram krafta mína í síðustu alþingskosningum. Ég er afar þakklát fyrir tækifærið sem kjósendur gáfu mér með kjöri mínu til að móta umræðuna og leggja fram lausnir á efnahagsvandanum sem tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands," segir Lilja. „Því ber ekki að leyna að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með skort á umbyrðarlyndi á þingi og í pólitískri umræðu gagnvart óhefðbundnum skoðunum og faglegum lausnum á fordæmalausum efnahagsvanda í kjölfar hrunsins. Persónulegur metnaður hefur oftar en ekki staðið í vegi fyrir samstöðu og samvinnu meðal pólitískra samherja um framgang mikilvægra mála á þingi." Þá segist hún að síðastliði haust hafi hún ákveðið að gefa þjóðinni áframhaldandi tækifæri til að styðja mig til setu á Alþingi en sá stuðningur sem hún þurfti kom ekki og því hafi hún ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri „Ég mun því að afloknum alþingiskosningum snúa mér aftur að sérfræðistörfum innan eða utan háskólageirans. Á þeim vettvangi mun fagþekking mín nýtast betur en í umhverfi þar sem tillögur fá ekki faglega eða efnislega meðferð ógni þær á einhvern hátt flokkspólitískum hagsmunum. Ég þakka kjósendum mínum, pólitískum samherjum og samstarfsfólki í SAMSTÖÐU flokki lýðræðis og velferðar fyrir ómetanlegan stuðning við málflutning minn og störf mín á Alþingi fram til þessa. Íslenskt samfélag er, þrátt fyrir efnahagshrun, fast í greipum fámenns valdakjarna stjórnmálanna, atvinnulífsins og embættiskerfisins. Aðeins samstaða þjóðarinnar um grundvallarbreytingar er þess megnug að brjóta á bak aftur hagsmunakerfið sem leiddi til hrunsins og kom í veg fyrir réttláta skiptingu byrða fjármálakreppunnar.," segir Lilja. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Lilja Mósesdóttir alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við þingkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Þar segir hún að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún þurfti síðastliðið haust. „Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður. Miklar undirtektir með málflutningi mínum um fjármálakreppuna og stuðningur við hugmyndir mínar að lausnum hennar varð hins vegar til þess að ég bauð fram krafta mína í síðustu alþingskosningum. Ég er afar þakklát fyrir tækifærið sem kjósendur gáfu mér með kjöri mínu til að móta umræðuna og leggja fram lausnir á efnahagsvandanum sem tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands," segir Lilja. „Því ber ekki að leyna að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með skort á umbyrðarlyndi á þingi og í pólitískri umræðu gagnvart óhefðbundnum skoðunum og faglegum lausnum á fordæmalausum efnahagsvanda í kjölfar hrunsins. Persónulegur metnaður hefur oftar en ekki staðið í vegi fyrir samstöðu og samvinnu meðal pólitískra samherja um framgang mikilvægra mála á þingi." Þá segist hún að síðastliði haust hafi hún ákveðið að gefa þjóðinni áframhaldandi tækifæri til að styðja mig til setu á Alþingi en sá stuðningur sem hún þurfti kom ekki og því hafi hún ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri „Ég mun því að afloknum alþingiskosningum snúa mér aftur að sérfræðistörfum innan eða utan háskólageirans. Á þeim vettvangi mun fagþekking mín nýtast betur en í umhverfi þar sem tillögur fá ekki faglega eða efnislega meðferð ógni þær á einhvern hátt flokkspólitískum hagsmunum. Ég þakka kjósendum mínum, pólitískum samherjum og samstarfsfólki í SAMSTÖÐU flokki lýðræðis og velferðar fyrir ómetanlegan stuðning við málflutning minn og störf mín á Alþingi fram til þessa. Íslenskt samfélag er, þrátt fyrir efnahagshrun, fast í greipum fámenns valdakjarna stjórnmálanna, atvinnulífsins og embættiskerfisins. Aðeins samstaða þjóðarinnar um grundvallarbreytingar er þess megnug að brjóta á bak aftur hagsmunakerfið sem leiddi til hrunsins og kom í veg fyrir réttláta skiptingu byrða fjármálakreppunnar.," segir Lilja.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira