Spjaldtölvuvæðing hefst í Álftanesskóla 12. desember 2012 08:00 Krakkarnir í Álftanesskóla taka nýrri tækni fagnandi, en tilraunaverkefni með notkun spjaldtölva hefst á nýju ári. Fréttablaðið/Pjetur Álftanesskóli hefur fest kaup á spjaldtölvum til kennslu í 4. og 6. bekk. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er í samstarfi við Námsgagnastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hægt að stýra efni eftir þörfum hvers nemanda. Nemendur og kennarar í Álftanesskóla taka nú þátt í skólaþróunarverkefni þar sem notaðar eru spjaldtölvur sem eru sérhannaðar til kennslu og náms. Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri segir tækið bjóða upp á margvíslega möguleika. Námsgagnastofnun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og A4, sem er dreifingaraðili tölvanna, standa að verkefninu, auk Álftanesskóla. Í því felst að skólinn kaupir 30 Learnpad 2-spjaldtölvur fyrst um sinn, allt að 60 í heildina, sem notaðar verða í stærðfræðikennslu í 4. og 6. bekk. Alls fylgja 22 forrit hverri vél, sem og tólf rafbækur. Verkefnið hefst strax á nýju ári og verður tekið út af sérfræðingum Menntavísindasviðs HÍ sem munu skila lokaskýrslu um það sumarið 2014. Learnpad 2 er framleidd af breska fyrirtækinu Avantis Systems og notar Android-stýrikerfi. Á tölvunni geta nemendur nýtt sér kennsluforrit, meðal annars á Flash-formi eins og notað er á síðu Námsgagnastofnunar, Skólavefnum og Stoðkennaranum, og vafrað á öruggar síður sem kennari hefur skilgreint fyrir fram. Þá geta kennarar hagað efninu sem fer inn á hverja tölvu eftir þörfum viðkomandi nemanda. Forritin sem fylgja tölvum Álftanesskóla fjalla meðal annars um bókstafi, byrjendastærðfræði, margföldun, brotareikning, liti og form og tónlist. Þar að auki er mögulegt að sækja enn fleiri náms- og kennsluforrit á netinu. „Þessi tækni er einmitt það sem við leituðum að,“ segir Sveinbjörn. „Í Álftanesskóla er að hefjast átak í stærðfræði og við ákváðum að nýta þessa leið sem eflandi og áhugahvetjandi farveg til að efla kunnáttu og læsi nemenda í stærðfræði.“ Sveinbjörn segir vefstjórnargáttina vera einn stærsta kostinn við þessa tækni, en hún gerir kennurum kleift að stýra því efni sem er inni á vél hvers nemendahóps, eða einstaks nemanda. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, segir verkefnið afar spennandi. Notkun á stafrænu námsefni á spjaldtölvum geti ýtt undir sjálfstæði nemenda og skapandi nám og kennslu. „Reynslan verður þó að leiða í ljós hvaða áhrif ný tækni hefur á skólastarf og því er afar mikilvægt að markvisst sé fylgst með tilraunum af þessu tagi svo hægt verði að meta raunveruleg áhrif spjaldtölvunotkunar á skólastarf,“ segir hún. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Sjá meira
Álftanesskóli hefur fest kaup á spjaldtölvum til kennslu í 4. og 6. bekk. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er í samstarfi við Námsgagnastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hægt að stýra efni eftir þörfum hvers nemanda. Nemendur og kennarar í Álftanesskóla taka nú þátt í skólaþróunarverkefni þar sem notaðar eru spjaldtölvur sem eru sérhannaðar til kennslu og náms. Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri segir tækið bjóða upp á margvíslega möguleika. Námsgagnastofnun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og A4, sem er dreifingaraðili tölvanna, standa að verkefninu, auk Álftanesskóla. Í því felst að skólinn kaupir 30 Learnpad 2-spjaldtölvur fyrst um sinn, allt að 60 í heildina, sem notaðar verða í stærðfræðikennslu í 4. og 6. bekk. Alls fylgja 22 forrit hverri vél, sem og tólf rafbækur. Verkefnið hefst strax á nýju ári og verður tekið út af sérfræðingum Menntavísindasviðs HÍ sem munu skila lokaskýrslu um það sumarið 2014. Learnpad 2 er framleidd af breska fyrirtækinu Avantis Systems og notar Android-stýrikerfi. Á tölvunni geta nemendur nýtt sér kennsluforrit, meðal annars á Flash-formi eins og notað er á síðu Námsgagnastofnunar, Skólavefnum og Stoðkennaranum, og vafrað á öruggar síður sem kennari hefur skilgreint fyrir fram. Þá geta kennarar hagað efninu sem fer inn á hverja tölvu eftir þörfum viðkomandi nemanda. Forritin sem fylgja tölvum Álftanesskóla fjalla meðal annars um bókstafi, byrjendastærðfræði, margföldun, brotareikning, liti og form og tónlist. Þar að auki er mögulegt að sækja enn fleiri náms- og kennsluforrit á netinu. „Þessi tækni er einmitt það sem við leituðum að,“ segir Sveinbjörn. „Í Álftanesskóla er að hefjast átak í stærðfræði og við ákváðum að nýta þessa leið sem eflandi og áhugahvetjandi farveg til að efla kunnáttu og læsi nemenda í stærðfræði.“ Sveinbjörn segir vefstjórnargáttina vera einn stærsta kostinn við þessa tækni, en hún gerir kennurum kleift að stýra því efni sem er inni á vél hvers nemendahóps, eða einstaks nemanda. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, segir verkefnið afar spennandi. Notkun á stafrænu námsefni á spjaldtölvum geti ýtt undir sjálfstæði nemenda og skapandi nám og kennslu. „Reynslan verður þó að leiða í ljós hvaða áhrif ný tækni hefur á skólastarf og því er afar mikilvægt að markvisst sé fylgst með tilraunum af þessu tagi svo hægt verði að meta raunveruleg áhrif spjaldtölvunotkunar á skólastarf,“ segir hún. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Sjá meira