Eir þarf "þolinmótt fjármagn“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. nóvember 2012 18:30 Til að bregðast við fjárhagsvanda Eirar þarf stofnunin að fá lán til 30 ára upp á tvo milljarða króna eða selja eignir sem þegar eru veðsettar. Báðar leiðir eru torsóttar í augnablikinu. Skipað var sérstakt teymi endurskoðendafyrirtækisins KPMG og lögmannsstofunnar Lex til að leysa fjárhagsvanda Eirar. Hjúkrunarheimilið þarf 2 milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart ellilífeyrisþegum sem búa í öryggisíbúðunum sem Eir rekur, en íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarrétt. Kjarninn í lausn á fjárhagsvanda Eirar snýr að því að útvega þessa 2 milljarða króna, svo hjúkrunarheimilið geti staðið við skuldbindingar sínar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa eftir taldar leiðir verið skoðaðar: Að hjúkrunarheimilið taki 2 milljarða króna lán til 30 ára. Svokallað „þolinmótt fjármagn." Þessi leið er ekki auðsótt, enda eru flestar eignir Eirar þegar veðsettar lánastofnunum og þeir sem eru reiðubúnir að lána vilja eðlilega fá traustar tryggingar fyrir slíkum lánum. Önnur leið er að selja eignir, þ.e hluta þeirra fasteigna sem hjúkrunarheimilið á en þar er í raun við sama vandamál að glíma. Stór hluti þessara eigna er veðsettur lánastofnunum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa þreifingar við hugsanlega kaupendur ekki skilað árangri. Þriðja leiðin sem hefur verið skoðuð er aðkoma ríkisins og verður sú leið ekki farin nema öll önnur úrræði þrýtur. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði hins vegar fyrir helgi að það væri ekki sjálfgefið að sjálfseignarstofnun eins og Eir gæti leitað í faðm ríkisins þegar hún lendir í ógöngum. Ráðherrann vill því stíga varlega til jarðar þegar aðkoma ríkisins er rædd á þessum nótum. Ljóst er af framansögðu að engar einfaldar eða sársaukalausar lausnir eru til á fjárhagsvanda Eirar. Enn um sinn þurfa því skjólstæðingar hjúkrunarheimilisins að bíða í óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Til að bregðast við fjárhagsvanda Eirar þarf stofnunin að fá lán til 30 ára upp á tvo milljarða króna eða selja eignir sem þegar eru veðsettar. Báðar leiðir eru torsóttar í augnablikinu. Skipað var sérstakt teymi endurskoðendafyrirtækisins KPMG og lögmannsstofunnar Lex til að leysa fjárhagsvanda Eirar. Hjúkrunarheimilið þarf 2 milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart ellilífeyrisþegum sem búa í öryggisíbúðunum sem Eir rekur, en íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarrétt. Kjarninn í lausn á fjárhagsvanda Eirar snýr að því að útvega þessa 2 milljarða króna, svo hjúkrunarheimilið geti staðið við skuldbindingar sínar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa eftir taldar leiðir verið skoðaðar: Að hjúkrunarheimilið taki 2 milljarða króna lán til 30 ára. Svokallað „þolinmótt fjármagn." Þessi leið er ekki auðsótt, enda eru flestar eignir Eirar þegar veðsettar lánastofnunum og þeir sem eru reiðubúnir að lána vilja eðlilega fá traustar tryggingar fyrir slíkum lánum. Önnur leið er að selja eignir, þ.e hluta þeirra fasteigna sem hjúkrunarheimilið á en þar er í raun við sama vandamál að glíma. Stór hluti þessara eigna er veðsettur lánastofnunum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa þreifingar við hugsanlega kaupendur ekki skilað árangri. Þriðja leiðin sem hefur verið skoðuð er aðkoma ríkisins og verður sú leið ekki farin nema öll önnur úrræði þrýtur. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði hins vegar fyrir helgi að það væri ekki sjálfgefið að sjálfseignarstofnun eins og Eir gæti leitað í faðm ríkisins þegar hún lendir í ógöngum. Ráðherrann vill því stíga varlega til jarðar þegar aðkoma ríkisins er rædd á þessum nótum. Ljóst er af framansögðu að engar einfaldar eða sársaukalausar lausnir eru til á fjárhagsvanda Eirar. Enn um sinn þurfa því skjólstæðingar hjúkrunarheimilisins að bíða í óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira