Þegar lið eru með stóran hóp er alltaf hætta á því að leikmenn verði fúlir og vilji róa á önnur mið. Sú er staðan hjá Real Madrid en þjálfarinn, Jose Mourinho, er vongóður um að halda öllum leikmönnum félagsins út leiktíðina.
Á meðal þeirra sem eru orðaðir við brottför frá Madrid eru Raul Albiol og Esteban Granero en þeir eru ekki að fá mörg tækifæri hjá Mourinho.
"Ég sætti mig við það sem gerist í janúar en mín ósk er að enginn fari frá okkur. Þetta er sterkur hópur og okkur veitir ekki af öllum mannskapnum til þess að berjast á öllum vígstöðvum," sagði Mourinho.
Mourinho hefur ekki áhuga á því að selja leikmenn

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti




Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti




Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
