Hærri fasteignagjöld renna til borgarinnar 14. ágúst 2012 09:00 Stjórnarformaður Portusar segir félagið hafa nóg fé til að reka Hörpu fram á mitt næsta ár, miðað við óbreyttar forsendur, en ekki mikið lengur. fréttablaðið/stefán Hærri fasteignagjöld sem Harpa greiðir skila Reykjavíkurborg hærri tekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Pétur J. Þorsteinsson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, segir að áætlanir um reksturinn hefðu að mestu staðist ef ekki hefði komið til mun hærri fasteignagjalda. Rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir að fasteignagjöld yrðu aldrei hærri en 180 milljónir króna á ári, en Pétur segir þau vera um 380 milljónir. Fulltrúar Reykjavíkurborgar gerðu engar athugasemdir við áætlanir um lægri gjöld. „Borgin hefur ekki gert athugasemdir um áætlanir okkar um lægri fasteignagjöld. Beinir skattar á okkur á þessu ári eru um 584 milljónir króna. Við erum að borga mun meira til þessara tveggja eigenda en sem nemur tapinu,“ segir Pétur, en gert er ráð fyrir að tap af rekstri Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram fyrirspurnir varðandi rekstraráætlanir Hörpu vorið 2010. Í svari Portusar og Austurhafnar, sem barst 21. apríl það ár, segir að gerðar hafi verið rekstraráætlanir með nokkurri nákvæmni fyrir árin 2010 til 2014. „Framlög ríkis og borgar og hluti af leigu Sinfóníuhljómsveitar Íslands mun standa undir afborgunum og vöxtum af stofnkostnaði. Aðrar fastar leigutekjur (Íslenska óperan), breytilegar tekjur af viðburðum og ráðstefnum, rekstrarleyfissamningum, samstarfsverkefnum og bílastæðum munu standa undir rekstrarkostnaði. Stefna stjórnenda félaganna er að rekstur hússins verði sjálfbær og að ekki þurfi að koma til rekstrarstyrkja frá eigendum,“ segir í svarinu. Engu að síður kemur fram að gert sé ráð fyrir því að auka þurfi hlutafé samstæðunnar um 580 milljónir króna. Hluti af því var í formi tækjabúnaðar frá Austurhöfn, sem metinn var á 75 milljónir króna. „Yrði þá framlag eigenda Austurhafnar vegna hlutafjáraukningarinnar 505 m.kr.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Hærri fasteignagjöld sem Harpa greiðir skila Reykjavíkurborg hærri tekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Pétur J. Þorsteinsson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, segir að áætlanir um reksturinn hefðu að mestu staðist ef ekki hefði komið til mun hærri fasteignagjalda. Rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir að fasteignagjöld yrðu aldrei hærri en 180 milljónir króna á ári, en Pétur segir þau vera um 380 milljónir. Fulltrúar Reykjavíkurborgar gerðu engar athugasemdir við áætlanir um lægri gjöld. „Borgin hefur ekki gert athugasemdir um áætlanir okkar um lægri fasteignagjöld. Beinir skattar á okkur á þessu ári eru um 584 milljónir króna. Við erum að borga mun meira til þessara tveggja eigenda en sem nemur tapinu,“ segir Pétur, en gert er ráð fyrir að tap af rekstri Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram fyrirspurnir varðandi rekstraráætlanir Hörpu vorið 2010. Í svari Portusar og Austurhafnar, sem barst 21. apríl það ár, segir að gerðar hafi verið rekstraráætlanir með nokkurri nákvæmni fyrir árin 2010 til 2014. „Framlög ríkis og borgar og hluti af leigu Sinfóníuhljómsveitar Íslands mun standa undir afborgunum og vöxtum af stofnkostnaði. Aðrar fastar leigutekjur (Íslenska óperan), breytilegar tekjur af viðburðum og ráðstefnum, rekstrarleyfissamningum, samstarfsverkefnum og bílastæðum munu standa undir rekstrarkostnaði. Stefna stjórnenda félaganna er að rekstur hússins verði sjálfbær og að ekki þurfi að koma til rekstrarstyrkja frá eigendum,“ segir í svarinu. Engu að síður kemur fram að gert sé ráð fyrir því að auka þurfi hlutafé samstæðunnar um 580 milljónir króna. Hluti af því var í formi tækjabúnaðar frá Austurhöfn, sem metinn var á 75 milljónir króna. „Yrði þá framlag eigenda Austurhafnar vegna hlutafjáraukningarinnar 505 m.kr.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira