Sígarettustubbar á eldsvæðinu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 14. ágúst 2012 19:03 Umgengni veiðimanna við Laugardalsvatn í Ísafjarðardjúpi er oft á tíðum slæm og hafa þeir skilið eftir sig sígarettustubba og annað rusl í náttúrunni, jafnvel á þeim svæðum sem hafa orðið jarðvegseldum síðustu vikna að bráð. Samúel Sigurjónsson, sonur bóndans á Hrafnabjörgum var í Laugardalnum um helgina til að slökkva í glóðum sem víða leyndust þar í jörðu. Hann brá sér þó ekki eingöngu í hlutverk slökkviliðsmannsins heldur gegndi hann einnig hlutverki ruslamannsins þar sem þessi sóðaskapur blasti við honum. „Umgengnin er mjög slæm við vatnið, hjá veiðimönnum. Bæði mikið af bjórdósum og svo er alveg ótrúlegt að sjá alla sígarettustubbana. Jafnvel eftir að brennur, þá er verið að henda stubbum á svæðið sem hefur brunnið. Og þetta eru greinilega stubbar sem ekki er drepið í, þessu er bara hent. Svo hefur tóbakið brunnið upp og alveg upp í filter. ," segir Samúel Sigurjónsson, sem staddur er um borð í Örvari SH frá Rifi. Eldurinn er nú að mestu leyti kulnaður en slökkviliðið á Ísafirði tók í gær saman töluvert af tækjum sínum til að yfirfara og þrífa. Talið er að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum, en lögreglan á Ísafirði fer nú með rannsókn málsins. Samúel minnir veiðimenn við Laugardalsá sem og aðra sem ferðast um landið á mikilvægi góðrar umgengni og ítrekar að það getur verið stórhættulegt að skilja sígarettustubba eftir sig á jörðu líkt og hann hefur orðið vitni að. „Það vita það allir, en menn spá ekki í hvað þeir eru henda honum, hvort að landið sé skraufaþurrt. Þetta ætti að vekja mann meira til umhugsunar núna eftir að svona skaði skeður." Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Umgengni veiðimanna við Laugardalsvatn í Ísafjarðardjúpi er oft á tíðum slæm og hafa þeir skilið eftir sig sígarettustubba og annað rusl í náttúrunni, jafnvel á þeim svæðum sem hafa orðið jarðvegseldum síðustu vikna að bráð. Samúel Sigurjónsson, sonur bóndans á Hrafnabjörgum var í Laugardalnum um helgina til að slökkva í glóðum sem víða leyndust þar í jörðu. Hann brá sér þó ekki eingöngu í hlutverk slökkviliðsmannsins heldur gegndi hann einnig hlutverki ruslamannsins þar sem þessi sóðaskapur blasti við honum. „Umgengnin er mjög slæm við vatnið, hjá veiðimönnum. Bæði mikið af bjórdósum og svo er alveg ótrúlegt að sjá alla sígarettustubbana. Jafnvel eftir að brennur, þá er verið að henda stubbum á svæðið sem hefur brunnið. Og þetta eru greinilega stubbar sem ekki er drepið í, þessu er bara hent. Svo hefur tóbakið brunnið upp og alveg upp í filter. ," segir Samúel Sigurjónsson, sem staddur er um borð í Örvari SH frá Rifi. Eldurinn er nú að mestu leyti kulnaður en slökkviliðið á Ísafirði tók í gær saman töluvert af tækjum sínum til að yfirfara og þrífa. Talið er að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum, en lögreglan á Ísafirði fer nú með rannsókn málsins. Samúel minnir veiðimenn við Laugardalsá sem og aðra sem ferðast um landið á mikilvægi góðrar umgengni og ítrekar að það getur verið stórhættulegt að skilja sígarettustubba eftir sig á jörðu líkt og hann hefur orðið vitni að. „Það vita það allir, en menn spá ekki í hvað þeir eru henda honum, hvort að landið sé skraufaþurrt. Þetta ætti að vekja mann meira til umhugsunar núna eftir að svona skaði skeður."
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira