Tvær hópnauðganir af 18 kærðar í fyrra 15. mars 2012 07:30 Tveir menn voru úrskurðaðir í fjögurra ára fangelsi vegna hrottafenginnar nauðgunar í janúar síðastliðnum og er það eina hópnauðgunin frá 2011 sem hefur ratað fyrir dómstóla. Fréttablaðið/Valli Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær kærur vegna hópnauðgana í fyrra. 18 einstaklingar leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana árið 2011 og er þetta mesti fjöldi sem hefur leitað sér aðstoðar vegna málaflokksins frá upphafi. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan marktækan fjölda kæra vegna hópnauðgana hafa borist inn á borð lögreglu undanfarin ár. „[Kærur vegna hópnauðgana] hafa ekki komið inn á borð lögreglu í þessum mæli,“ segir Björgvin. „Á síðasta ári voru kærurnar tvær. Fjöldi mála þar sem gerendur hafa verið fleiri en einn hefur verið á svipuðu róli í gegnum árin.“ Önnur kæran sem um ræðir var á hendur Agli Einarssyni og kærustu hans. Parið var kært fyrir nauðgun í byrjun desember í fyrra. Málið er nú á borði ríkissaksóknara og er búist við því að það taki að minnsta kosti tvo mánuði þar til ákveðið verði hvort ákæra verði gefin út. Hin kæran var á hendur tveimur pólskum karlmönnum, Arkadiusz Zdzislaw Pawlak og Rafal Grajewski. Kona kærði þá fyrir nauðgun í október í fyrra og voru mennirnir dæmdir í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. Þessar fáu kærur koma Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, ekki á óvart. „Það er mín tilfinning að eftir því sem brotin verða alvarlegri verður erfiðara að kæra,“ segir hún. „Og líklegt er að óttinn eftir atburðinn verði enn meiri ef um hóp gerenda er að ræða.“ Guðrún bendir á að þrátt fyrir að 18 tilkynningar hafi borist, séu tilvikin það fá að eðlilegt sé að fjöldinn taki töluverðum breytingum milli ára, en árið 2010 leituðu 13 einstaklingar til Stígamóta vegna hópnauðgana. „Þó gæti verið að ein ástæða fjölgunarinnar sé aukin gengjamyndun hér á landi og hvernig sá kúltúr er að festa sig í sessi hér á óskemmtilegan máta,“ segir Guðrún og bætir við að flestir meintir gerendur í málunum hafi verið Íslendingar. sunna@frettabladid.is Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær kærur vegna hópnauðgana í fyrra. 18 einstaklingar leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana árið 2011 og er þetta mesti fjöldi sem hefur leitað sér aðstoðar vegna málaflokksins frá upphafi. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan marktækan fjölda kæra vegna hópnauðgana hafa borist inn á borð lögreglu undanfarin ár. „[Kærur vegna hópnauðgana] hafa ekki komið inn á borð lögreglu í þessum mæli,“ segir Björgvin. „Á síðasta ári voru kærurnar tvær. Fjöldi mála þar sem gerendur hafa verið fleiri en einn hefur verið á svipuðu róli í gegnum árin.“ Önnur kæran sem um ræðir var á hendur Agli Einarssyni og kærustu hans. Parið var kært fyrir nauðgun í byrjun desember í fyrra. Málið er nú á borði ríkissaksóknara og er búist við því að það taki að minnsta kosti tvo mánuði þar til ákveðið verði hvort ákæra verði gefin út. Hin kæran var á hendur tveimur pólskum karlmönnum, Arkadiusz Zdzislaw Pawlak og Rafal Grajewski. Kona kærði þá fyrir nauðgun í október í fyrra og voru mennirnir dæmdir í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. Þessar fáu kærur koma Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, ekki á óvart. „Það er mín tilfinning að eftir því sem brotin verða alvarlegri verður erfiðara að kæra,“ segir hún. „Og líklegt er að óttinn eftir atburðinn verði enn meiri ef um hóp gerenda er að ræða.“ Guðrún bendir á að þrátt fyrir að 18 tilkynningar hafi borist, séu tilvikin það fá að eðlilegt sé að fjöldinn taki töluverðum breytingum milli ára, en árið 2010 leituðu 13 einstaklingar til Stígamóta vegna hópnauðgana. „Þó gæti verið að ein ástæða fjölgunarinnar sé aukin gengjamyndun hér á landi og hvernig sá kúltúr er að festa sig í sessi hér á óskemmtilegan máta,“ segir Guðrún og bætir við að flestir meintir gerendur í málunum hafi verið Íslendingar. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira