Tveir fangar komnir með ökklabönd - kostnaðurinn mun minni Hugrún Halldórsdóttir skrifar 9. mars 2012 19:35 Tveir íslenskir fangar hafa nú fengið ökklabönd sem gera þeim kleift að ljúka afplánun heima undir rafrænu eftirliti. Fangelsismálastofnun áætlar að hafa slíkt eftirlit með níu föngum að tveimur mánuðum liðnum. Fyrsti fanginn fékk ökklaband um miðjan síðasta mánuð. Annar fékk band í gær, tveir til viðbótar fá tæki í þessum mánuði og fimm í apríl. Fangarnir verða að sækja vinnu eða skóla og eru skikkaðir til að vera heima hjá sér á fyrirfram ákveðnum tíma. „Á virkum dögum geta menn farið út klukkan sjö á morgnana og þeir eru komnir heim til sín aftur klukkan sex og eru heima hjá sér á milli sex og sjö. Klukkan sjö geta þeir farið út og verið til ellefu. Á laugardögum og sunnudögum geta þeir farið út klukkan sjö á morgnana og verða að vera komnir heim klukkan níu um kvöldið og fara ekki út eftir það," segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun.Ökklaband eins og fangar á Íslandi munu bera.Böndin segja til um hvort fangarnir séu heima eða ekki, en undir þessu eftirliti mega þeir ekki bragða dropa af áfengi né neyta vímuefna. „Það er tékkað á því með því að taka þvagprufu eða láta menn blása í áfengismæli. Það er hægt að kalla menn inn í fangelsi og biðja um slíkar prufur." Fangelsismálastofnun hefur tekið tíu tæki á leigu og verður þeim fjölgað eftir þörfum. Þau eru lítil, fislétt og endast í mörg ár. Einungis fyrirmyndafangar fá tækifæri til að afplána hluta síns dóms undir rafrænu eftirliti og því vonast Erlendur til að það hvetji fanga til að hegða sér vel enda til mikils að vinna. „Þetta kostar svona einn tíunda af því sem fangelsisdvöl kostar," segir Erlendur að lokum. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Tveir íslenskir fangar hafa nú fengið ökklabönd sem gera þeim kleift að ljúka afplánun heima undir rafrænu eftirliti. Fangelsismálastofnun áætlar að hafa slíkt eftirlit með níu föngum að tveimur mánuðum liðnum. Fyrsti fanginn fékk ökklaband um miðjan síðasta mánuð. Annar fékk band í gær, tveir til viðbótar fá tæki í þessum mánuði og fimm í apríl. Fangarnir verða að sækja vinnu eða skóla og eru skikkaðir til að vera heima hjá sér á fyrirfram ákveðnum tíma. „Á virkum dögum geta menn farið út klukkan sjö á morgnana og þeir eru komnir heim til sín aftur klukkan sex og eru heima hjá sér á milli sex og sjö. Klukkan sjö geta þeir farið út og verið til ellefu. Á laugardögum og sunnudögum geta þeir farið út klukkan sjö á morgnana og verða að vera komnir heim klukkan níu um kvöldið og fara ekki út eftir það," segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun.Ökklaband eins og fangar á Íslandi munu bera.Böndin segja til um hvort fangarnir séu heima eða ekki, en undir þessu eftirliti mega þeir ekki bragða dropa af áfengi né neyta vímuefna. „Það er tékkað á því með því að taka þvagprufu eða láta menn blása í áfengismæli. Það er hægt að kalla menn inn í fangelsi og biðja um slíkar prufur." Fangelsismálastofnun hefur tekið tíu tæki á leigu og verður þeim fjölgað eftir þörfum. Þau eru lítil, fislétt og endast í mörg ár. Einungis fyrirmyndafangar fá tækifæri til að afplána hluta síns dóms undir rafrænu eftirliti og því vonast Erlendur til að það hvetji fanga til að hegða sér vel enda til mikils að vinna. „Þetta kostar svona einn tíunda af því sem fangelsisdvöl kostar," segir Erlendur að lokum.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira